Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

For­setinn boðar sam­stöðu og enga upp­gjöf

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands vitnaði í forvera sinn Kristján Eldjárn og Snorra goða í ávarpi um kvöldmatarleytið þar sem hann blés baráttuhug í landsmenn. Skilaboðin voru skýr; við gefumst ekki upp.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að lýsa hvernig er að sjá sam­fé­lagið brotna hægt og ró­lega

Gist var í níutíu húsum í Grindavík í nótt og eins og áður segir gekk rýmingin vel í nótt. Einn þeirra sem gisti í bænum segir erfitt að lýsa því hvernig það er að horfa á samfélagið sitt hægt og rólega brotna niður. Hann segist hafa náð að halda ró sinni við rýmingu en mögulega eigi sorgin eftir að koma síðar.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­búar ekki bognir heldur brotnir

Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Segir farið að draga úr gos­virkni

Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir merki benda til þess að farið sé að draga úr gosvirkni. Einhver merki um þenslu séu enn mælanleg en að hægt hafi verulega á því og skjálftavirkni minnkað.

Innlent
Fréttamynd

Sorg­legt, sláandi og hræði­legt

Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin fundar vegna eld­gossins

Ráðherr­anefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda klukk­an fimm í dag vegna eld­goss­ins sem hófst í morg­un. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er á leið til landsins, en hún hefur verið erlendis undanfarna daga. 

Innlent
Fréttamynd

Nýjar sprungur hafa opnast í Grinda­vík

„Við sjáum í Grindavík að það eru nýjar sprungur búnar að opnast. Við erum með dróna yfir bænum og við erum að sjá nýjar sprungur. Við erum að sjá gufu sem þýðir að heita vatnið er farið í sundur á einhverjum stöðum. Það er eitt og annað sem á eftir að koma í ljós.“

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara al­veg hrika­leg staða“

„Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 

Innlent
Fréttamynd

„Vin­sam­legast gefið okkur vinnu­frið“

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. 

Innlent