NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2024 18:13 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, ræddi núverandi lagaumhverfi vegna atburðanna í Grindavík. Vísir/Sigurjón Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. „Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
„Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16