„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 18. janúar 2024 21:25 Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira