„Virðist vera að fara upp með svipuðum hraða“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 18. janúar 2024 21:25 Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Kvika heldur áfram að safnast saman undir Svartsengi og jarðeðlisfræðingur segir að á meðan landris heldur áfram gæti gosið innan næsta mánaðar. Hætta innan Grindavíkur er áfram talin mjög mikil. Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Síðustu tvo daga hafa sérfræðingar Veðurstofunnar séð skýr merki þess að kvikusöfnun eigi sér áfram stað undir Svartsengi. Þá hefur fjöldi smáskjálfta mæst á svæðinu síðastliðinn sólarhring. „Það er stutt síðan síðasta innskot eða síðasti kvikugangur myndaðist og núna hefst kvikusöfnun aftur undir Svartsengi og miðað við svona fyrstu dagana á eftir þá erum við að sjá það að þetta virðist vera að fara upp með svipuðum hraða. Ég held að fleiri dagar segi okkur hversu hratt þetta er að safnast fyrir en ferlið heldur greinilega áfram,“ segir Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofunni. Benedikt segir tvö síðustu eldgosin ekki hafa breytt miklu um kvikusöfnunina. „Þegar landris sást undir Svartsengi rétt eftir 25. október sem voru greinileg merki um það að kvika væri að safnast fyrir þá í raun og veru sjáum við engin merki þess að þetta innflæði þarna undir hafi stöðvast. Þannig í raun og veru má tala um þetta sem einn atburð.“ Hann segir vísindamenn nú búa yfir aukinni þekkingu eftir síðustu atburði. Þá telur hann að ef fram heldur sem horfir gæti gosið þegar eftir nokkrar vikur eða þegar magn kvikunnar er orðið sambærilegt því sem var fyrir síðast elgos. „Svo lengi sem landris helst áfram sem er túlkað og módelerað vegna innflæðis kviku þá í raun og veru lítur út fyrir að þetta muni eða geti endurtekið sig,“ segir Benedikt. „Það er líklegt að þegar kvikuþrýstingur er kominn yfir ákveðin mörk þá hlaupi aftur út úr kerfinu og það gæti endað með gosi.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira