Innlent

Dróna­myndir af því þegar sprungan í grennd við Grinda­vík opnaðist

Jakob Bjarnar skrifar
Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að fara yfir stöðu mála, eldgosið við Grindavík, þegar hann rak augu í það þegar jörðin opnaðist enn nær Grindavík.
Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að fara yfir stöðu mála, eldgosið við Grindavík, þegar hann rak augu í það þegar jörðin opnaðist enn nær Grindavík.

Bandaríski jarðfræðingurinn Shawn Willsey var að lýsa gosinu við Grindavík í beinni útsendingu þegar hann kom auga á þegar jörð rofnaði nálægt bænum síðastliðinn sunnudag.

Einstæðar myndir náðust á dróna sem Nature Eye sköffuðu Willsey en hann var að fara yfir gosið á Youtube-síðunni sinni og lýsa þróununni. 

Drónanum er stýrt í rólegheitum yfir meginsprunguna og Willsey var að lýsa því sem fyrir augu bar þegar sjá má hvar gasmökkur stígur upp úr jörðu talsvert nær Grindavík en meginsprungan var. Willisey er að lýsa varnargörðunum og tekur ekki strax eftir því hvað er að gerast en þegar hann áttar sig á því fær hann Jóhann nokkurn, sem stýrir drónanum, til að færa sig nær.

Dróninn nær svo myndum af því þegar sprungan stækkar og úr rennur hraun með þeim afleiðingum sem allir landsmenn þekkja. Fagurt og skelfilegt í senn. En sjón er sögu ríkari. Fyrir þá sem vilja fylgjast með aðdragandanum í heild sinni þá eru liðnar um það bil ein klukkustund og fimm mínútur þegar Willsey rekur augun í nýju sprunguna.


Tengdar fréttir

Könnun meðal Grindvíkinga vegna stöðu húsnæðismála

Bæjarstjórn Grindavíkur biðlar til þeirra Grindvíkinga sem búsettir voru í Grindavík 10. nóvember 2023 að svara rafrænni könnun. Tilgangurinn með könnuninni er að afla nákvæmra upplýsinga um aðstæður íbúa til lengri og skemmri tíma og undirbyggja þannig ákvarðanatöku um húsnæðismál Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×