Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. Erlent 3. nóvember 2020 12:46
Trump birtir dansmyndband á kjördegi Kosið verður til forseta í Bandaríkjunum í dag. Kjörstaðir opna og loka á mismunandi tímum. Lífið 3. nóvember 2020 12:31
Kjördagur runninn upp í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkjaforseti og mótframbjóðandi hans Joe Biden hafa eytt síðustu klukkustundunum fyrir kjördag sem er í dag á þeysireið yfir þau ríki þar sem hvað mjóast er á munum á milli þeirra. Erlent 3. nóvember 2020 07:27
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Erlent 2. nóvember 2020 18:32
„Rektu Fauci, rektu Fauci“ kölluðu stuðningsmenn Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í Flórída að hann hygðist reka Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðing Bandaríkjastjórnar. Erlent 2. nóvember 2020 18:09
Svona gæti Trump unnið Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. Erlent 2. nóvember 2020 14:04
Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Erlent 2. nóvember 2020 08:23
Íslenskum nema í Washington ráðlagt að birgja sig upp af mat og fara varlega vegna kosninganna Bryndís Bjarnadóttir, meistaranemi á öðru ári í öryggisfræðum við Georgetown-háskóla, segir andrúmsloftið í höfuðborginni Washington D.C. eldfimt í aðdraganda kosninganna sem fram fara á þriðjudag. Innlent 1. nóvember 2020 23:30
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. Erlent 1. nóvember 2020 23:00
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. Erlent 1. nóvember 2020 21:00
Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Erlent 1. nóvember 2020 10:26
Sendiherrann sendir þakkarkveðju til Trump, Pence og Pompeo Jeffery Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í dag að flutningar bandaríska sendiráðsins frá Laufásvegi yfir í nýtt húsnæði við Engjateig hefðu gengið snurðulaust fyrir sig. Innlent 31. október 2020 20:53
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. Erlent 31. október 2020 14:42
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Afstaða bandarísku forsetaframbjóðendanna tveggja til hinna ýmsu mála er ólík. Hér förum við yfir þau helstu. Erlent 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. Erlent 30. október 2020 23:00
Bandaríkin - Kosningar handan við hornið Það styttist óðfluga í kosningar í Bandaríkjunum og enn sem komið er mælast Joe Biden og Demókratar í betri stöðu en Donald Trump og Repúblikanar. Erlent 30. október 2020 13:50
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Innlent 30. október 2020 07:18
Gullbjörninn hvetur fólk til að kjósa Trump Sigursælasti kylfingur golfsögunnar er stuðningsmaður Donalds Trump og hvetur fólk til að kjósa hann í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Golf 29. október 2020 17:00
Trump gerði grín að grímunotkun Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Erlent 29. október 2020 07:19
Ríkissjóður greiðir Trump hundruð milljóna: Lét stjórnina greiða fyrir vatnsglas í klúbbnum sínum Greiðslur bandaríska ríkissjóðsins til fyrirtækja Donalds Trump forseta hafa numið að minnsta kosti 350 milljónum íslenskra króna í forsetatíð hans. Rukkaði klúbbur hans á Flórída skattborgara meðal annars um meira en 400 krónur fyrir vatnsglas þegar Trump fundaði með forsætisráðherra Japans þar. Erlent 28. október 2020 12:20
„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Erlent 28. október 2020 07:51
„Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma“ Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. Erlent 27. október 2020 07:01
Tilnefning Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna samþykkt af þinginu Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti Hæstaréttardómara. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi Barrett eftir að Ruth Bader Ginsburg dómari lést í síðasta mánuði. Erlent 27. október 2020 00:26
CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur birt myndband úr viðtalið fréttaskýringaþáttarins 60 mínútur við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem sjá má hann rífast við fréttamanninn Lesley Stahl, áður en hann gekk út úr viðtalinu. Erlent 26. október 2020 22:05
Tilnefning Barrett líklega samþykkt í kvöld Allt bendir til þess að öldungadeild bandaríska þingsins samþykki í kvöld skipun Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Erlent 26. október 2020 14:23
„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 26. október 2020 08:31
Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 25. október 2020 14:33
Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Erlent 25. október 2020 07:55
Ný smit í Bandaríkjunum aldrei fleiri Fleiri en 83.000 manns greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær og hafa þeir aldrei verið jafnmargir frá upphafi faraldursins. Landlæknir Bandaríkjanna segir að innlögnum á sjúkrahús fari fjölgandi en að dánartíðni fari lækkandi vegna betri umönnunar. Erlent 24. október 2020 07:49
Bandaríkin: Sigurlíkur Trumps litlar Donald Trump mætti Joe Biden í kappræðum í nótt. Erlent 23. október 2020 17:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent