Biden í basli á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 23:01 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, á gangi við Hvíta húsið. AP/Patrick Semansky Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar. Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira