Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 13:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði sýknu Trumps í öldungadeild Bandaríkjanna áminningu um að lýðræðið sé brothætt. Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til dáða í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn. Þetta er annað skiptið sem Trump er ákærður fyrir embættisbrot, en forseti Bandaríkjanna hefur aðeins fjórum sinnum í sögu landsins verið ákærður fyrir slíkt. Réttarhöldunum yfir Trump í öldungadeild þingsins lauk í gær og var Trump sýknaður af ákærunni. 57 þingmenn greiddu atkvæði með því að sakfella hann en 43 gegn því. 67 þingmenn þurftu að greiða atkvæði með því að sakfella hann til þess að það yrði gert. Trump var ákærður fyrir að hafa með orðum sínum fyrir árásina á þinghúsið hvatt til og valdið árásinni, þar sem fimm létust. Málflutningsmenn Demókrata í réttarhöldunum færðu rök fyrir því að Trump hafi egnt múginn til ofbeldisverka með röngum fullyrðingum um að Demókratar hafi „stolið“ forsetakosningunum, það er beitt kosningasvindli og þannig sigrað forsetakosningarnar. „Mestu nornaveiðar í sögu landsins“ „Þó svo að atkvæðagreiðslan hafi ekki leitt til sakfellingar er alvarleiki málsins ekki deiluefni,“ sagði Biden í dag. „Þessi sorglegi kafli í sögu okkar minnir okkur á að lýðræðið er brothætt. Að við verðum alltaf að vernda það. Að við veðrum alltaf að vera vakandi. Að ofbeldi og öfgar eru ekki velkomin í Bandaríkjunum. Og það að hvert og eitt einasta okkar hefur skyldum að gegna, sem Bandaríkjamenn, og sérstaklega sem leiðtogar, að standa alltaf vörð um sannleikann og sigrast á lygum,“ sagði forsetinn. Biden hefur haldið töluverðri fjarlægð frá réttarhöldunum og er sagður ekki hafa fylgst með þeim í beinni útsendingu. Aðstoðarmenn hans höfðu áhyggjur af því að réttarhöldin myndu trufla forsetann á fyrstu dögum hans í embætti. Trump brást sjálfur við niðurstöðu réttarhaldanna og sagði hann þau „enn eitt tímabilið í mestu nornaveiðum í sögu okkar lands.“ Hefði Trump verið sakfelldur hefði hann ekki getað boðið sig fram til foreta að nýju en Trump ýjaði að því í yfirlýsingu sinni að hans tíma í stjórnmálum sé ekki lokið. „Þessi sögulega, þjóðrækna og fallega hreyfing sem vill gera Bandaríkin frábær aftur (Make America Great Again) er rétt hafin,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10 Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Trump sýknaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur verið sýknaður af ásökunum um embættisbrot. 13. febrúar 2021 21:10
Hætta við að kalla til vitni Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að hætta við að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þannig hefur verið komið í veg fyrir að réttarhöldin dragist á langinn og er nú búist við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. 13. febrúar 2021 18:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent