Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Erlent 16. nóvember 2020 19:49
Framboð Trump dregur stærstu ásakanir sínar í Pennsylvaníu til baka Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla. Erlent 16. nóvember 2020 10:34
Trump virðist viðurkenna ósigur á Twitter Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á Twitter undanfarna daga í kjölfar kosninganna vestanhafs. Erlent 15. nóvember 2020 14:30
Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. Erlent 15. nóvember 2020 11:51
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ Erlent 14. nóvember 2020 23:31
„Fjögur ár til viðbótar!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgaf Hvíta húsið í morgun við lófatak, fagnaðaróp og flaut en hundruð stuðningsmanna hans söfnuðust saman í Washington í dag til að mótmæla meintum „stuldi“ á forsetakosningunum. Erlent 14. nóvember 2020 21:40
Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. Erlent 14. nóvember 2020 11:36
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. Erlent 13. nóvember 2020 23:51
Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. Erlent 13. nóvember 2020 20:12
Repúblikanar pirraðir yfir áhugaleysi Trumps Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni. Erlent 13. nóvember 2020 09:06
Segja Biden hafa unnið í Arizona Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið. Erlent 13. nóvember 2020 08:22
Opinber eftirlitsnefnd segir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa verið þær öruggustu í sögunni Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“. Erlent 13. nóvember 2020 06:56
Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. Erlent 12. nóvember 2020 23:53
Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum. Erlent 12. nóvember 2020 15:58
Fjárframlög vegna meintra kosningasvika fara til forsetans og Landsnefndar Repúblikanaflokksins Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað. Erlent 12. nóvember 2020 12:59
Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Erlent 11. nóvember 2020 15:01
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. Erlent 11. nóvember 2020 08:50
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. Erlent 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. Erlent 10. nóvember 2020 21:46
Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, bættist í hóp áhrifamanna innan Repúblikanaflokksins sem neitar að viðurkenna sigur Joe Biden í forsetakosningunum í síðustu viku. Hann sagði fréttamönnum í dag að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Erlent 10. nóvember 2020 19:17
„Hverju töpum við á því að láta eftir honum?“ Margir af æðstu meðlimum Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir stuðningi við viðleitni Donald Trumps til að draga úrslit forsetakosninganna í síðustu viku í efa. Í einrúmi segja þeir þó engan möguleika á því að barátta Trump beri árangur. Erlent 10. nóvember 2020 16:01
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Erlent 10. nóvember 2020 09:00
Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. Erlent 9. nóvember 2020 23:01
Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Erlent 9. nóvember 2020 22:12
Trump skiptir út varnarmálaráðherranum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra. Erlent 9. nóvember 2020 19:17
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. Erlent 9. nóvember 2020 14:09
Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Erlent 9. nóvember 2020 11:46
Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Erlent 8. nóvember 2020 23:31
Hvernig 31 sjónvarpsstöð um heim allan tilkynnti Biden sem sigurvegara Það var rétt fyrir hádegi í gær að bandarískum tíma sem flestar sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna treystu sér til þess að tilkynna að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, myndi hafa betur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum gegn Donald Trump, sitjandi forseta. Lífið 8. nóvember 2020 22:01
Stöðugt símaat eftir blaðamannafundinn fer í taugarnar á eiganda klámbúðarinnar Starfsmenn garðyrkjufyrirtækisins Four Seasons Total Landscaping í Philadelphiu í Bandaríkjunum skilja enn hvorki upp né niður af hverju bílastæði fyrirtækisins varð fyrir valinu á blaðamannafundi Rudy Giuliani, lögmanns Donald Trump Bandaríkjaforseta Erlent 8. nóvember 2020 21:05