Dómari gekk út þegar Giuliani var afhjúpaður í sjónvarpsþætti Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 16:24 Það kom mörgum á óvart þegar í ljós kom að Rudy Giuliani leyndist á bakvið grímuna. Vísir/Getty Rudy Giuliani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri New York, var afhjúpaður í þættinum The Masked Singer í gær og það varð til þess að einn dómaranna gekk út. Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn The Masked Singer hefur verið vinsæll víða um heim síðustu misserin en þar koma þekktir einstaklingar fram í grímubúningi og syngja. Áhorfendur kjósa þá keppendur sem þeir vilja sjá áfram og þeir sem detta út þurfa að taka grímuna af og sýna hverjir þeir eru. Í vikunni var sjónvarpsþátturinn sýndur á Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið hissa þegar í ljós kom hver leyndist á bakvið grímubúninginn. Það var enginn annar en Rudy Giulani, fyrrum lögfræðingur Donald Trump og borgarstjóri í New York. Giulani var einn af helstu bandamönnum Trump í forsetatíð hans sem og í ólátunum eftir að Joe Biden var kjörinn forseti. Hann var meðal annars í forgrunni þegar eftirminnilegur blaðamannafundur Trump við Four Seasons Total Gardening var haldinn sem vakti mikla athygli. Þá missti hann lögfræðiréttindi sín fyrir að dreifa falsfréttum um forsetakosningarnar. Eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan eru áhorfendur vægast sagt hissa þegar Giulani er afhjúpaður. Giulani er mjög umdeildur og grínistinn Ken Jeong, einn af dómurunum, gekk út þegar í ljós kom að Giulani stæði á sviðinu. Giulani söng lagið Bad to the bone með George Thorogood sem mörgum finnst eflaust viðeigandi. Framkoma Giulani í þættinum hefur vakið sterk viðbrögð og tímaritið Variety hefur sagt hana þá verstu í þáttunum hingað til. One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022 One can only assume this was a decision made by an aggregation of calculating opportunists, unburdened by conscience or moral compass. But hey, it s Fox. https://t.co/jbzmTqJCLM— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) April 21, 2022
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Hæfileikaþættir Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira