Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 22:15 Lindsey Graham og Rudy Giuliani voru tveir af nánustu bandamönnum Trumps. Getty Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira