Brim dæmt til að greiða fyrrverandi háseta fjórar milljónir króna Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur verið dæmt til að greiða háseta sem fór í meðferð í Svíþjóð tæpar fjórar milljónir króna í svokölluð staðgengilslaun fyrir tveggja mánaða tímabil. Innlent 2. febrúar 2021 15:13
Þurfa að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn um erlent félag Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um að innlendir aðilar þurfi að afhenda skattrannsóknarstjóra gögn um erlend félög. Viðskipti innlent 1. febrúar 2021 23:24
Fékk hundrað þúsund króna sekt og hálfsjálfvirkur riffill gerður upptækur Karlmaður hefur verið sakfelldur Í Landsrétti fyrir vopnalagabrot með því að hafa í heimildarleysi átt og haft í vörslum sínum hálfsjálfvirkan riffil og rafstuðbyssu. Voru vopnin gerð upptæk og manninum gert að greiða hundrað þúsund króna sekt, eða sæta átta daga fangelsi. Innlent 30. janúar 2021 09:34
Hélt hníf upp að hálsi tólf ára pilts eftir „dólgslæti“ fyrir utan Kvikk Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn bar hníf upp að hálsi tólf ára pilts, sem hann sagði hafa verið með „dólgslæti“ ásamt félögum sínum fyrir utan verslun fyrr sama dag. Innlent 29. janúar 2021 21:28
Einn mánuður til viðbótar fyrir að senda þremur félögum nektarmynd af fyrrverandi Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni hálfnaktri, sofandi í rúmi með nöktum karlmanni, og sent myndina þremur mönnum. Innlent 29. janúar 2021 18:11
Hafþór áfrýjaði og fékk þyngri dóm Hafþór Logi Hlynsson hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Þyngdi Landsréttur þar með dóm yfir Hafþóri Loga sem hlaut tólf mánaða dóm í Héraðsdómi Reykjavík í nóvember 2018. Innlent 29. janúar 2021 16:28
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. Innlent 29. janúar 2021 14:30
Kynferðisbrotamáli Jóns Baldvins á Spáni enn vísað frá dómi Kynferðisbrotamáli á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni hefur enn verið vísað frá dómi en ákæruvaldinu mistókst að sýna fram á að umrædd háttsemi væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum. Innlent 28. janúar 2021 10:37
Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. Innlent 27. janúar 2021 15:30
Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. Innlent 27. janúar 2021 08:01
Mál Jón Baldvins sent aftur heim í hérað Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka aftur fyrir frávísunarkröfu Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi utanríkisráðerra í dómsmáli er varðar meinta kynferðislega áreitni hans á hendur Carmen Jóhannsdóttur. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Innlent 22. janúar 2021 16:01
Þóra áfrýjar málinu gegn Íslensku óperunni Þóra Einarsdóttir óperusöngkona hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar, þar sem Íslenska óperan var sýknuð af kröfu Þóru um vangoldin laun vegna þátttöku hennar í uppsetningu óperunnar á Brúðkaupi Fígarós árið 2019. Innlent 22. janúar 2021 15:12
Börnin nutu vafans og skólabílstjóri fær engar bætur Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Dalabyggð af kröfu manns um miska- og skaðabætur fyrir að hafa neitað honum um starf sem skólabílstjóri. Sveitarfélagið sendi verktakafyrirtæki sem annaðist aksturinn bréf þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að hafna því að maðurinn myndi sinna slíkum akstri. Innlent 22. janúar 2021 15:09
Sex mánaða dómur fyrir að keyra á nágranna sinn Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ragnari Val Björgvinssyni fyrir að hafa ekið á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 og staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Innlent 22. janúar 2021 14:33
Mál Kristófers gegn KR fyrir héraðsdóm Mál Kristófers Acox, landsliðsmanns í körfubolta, gegn Knattspyrnufélagi Reykjavíkur verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Körfubolti 21. janúar 2021 14:01
Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Viðskipti innlent 20. janúar 2021 16:13
„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. Innlent 19. janúar 2021 16:33
Fær ekki skilnað frá eiginmanninum sem gufaði upp Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu. Innlent 19. janúar 2021 14:55
Zuism-bræðurnir hafa opnað pítsustað Einar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson, sem hvað þekktastir eru sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism, hafa opnað nýjan pítsustað í Garðabæ. Staðurinn heitir Slæs, með vísun til enska orðsins fyrir sneið, og er hann til húsa í Iðnbúð 2 í Garðabæ. Viðskipti innlent 18. janúar 2021 14:23
Fimm og tíu þúsund krónur hurfu endurtekið úr sjóðsvél Olís Kona á sextugsaldri hefur verið dæmt í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa sem starfsmaður þjónustustöðvar Olís við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ dregið sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar í þrettán skipti. Innlent 18. janúar 2021 12:00
Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur. Innlent 18. janúar 2021 10:55
Skipverjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. Innlent 16. janúar 2021 09:30
Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar sviptur réttindum í fjóra mánuði Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök þegar mál lögreglustjórans á Vestfjörðum gegn honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Innlent 14. janúar 2021 14:08
Héraðsdómur féllst ekki á að kona hafi ætlað að kaupa hjólhýsi með Land Rovernum Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hátt í 5,3 milljóna króna sekt fyrir að hafa gefið upp rangt kaupverð á Land Rover Defender 90 Ts Xs bifreið sem hún flutti inn til Íslands. Viðskipti innlent 14. janúar 2021 12:49
Dæmdur í fangelsi fyrir að kasta konu fram af svölum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 21 mánaðar fangelsi. Hann var dæmdur fyrir að kasta konu fram af svölum sínum á annarri hæð í Breiðholti árið 2019. Gæsluvarðhald sem hann sætti frá 17. september til 13. október árið 2019 verður dregið frá dómnum. Innlent 13. janúar 2021 19:14
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. Innlent 13. janúar 2021 18:46
Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Innlent 13. janúar 2021 16:50
Sakaður um gróft heimilisofbeldi og má fylgjast með vitnaleiðslu Dómarar við Landsrétt segja að ekki sé hægt að vísa manni úr réttarsal á meðan kona sem hann hefur verið ákærður fyrir að beita grófu heimilisofbeldi gefur skýrslu í aðalmeðferð málsins. Með því felldu þeir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þar að lútandi niður. Innlent 12. janúar 2021 20:57
Skúli í Subway sýknaður Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við skyndibitastaðinn Subway, var í dag sýknaður af ákæru fyrir millifærslur af bankareikningi félags sem stefndi í gjaldþrot. Tveir til viðbótar voru sýknaðir af ákæru héraðssaksóknara í málinu. Viðskipti innlent 12. janúar 2021 15:54
Dómur í tólf ára nauðgunarmáli ekki birtur að ósk brotaþola Héraðsdómur Reykjavíkur mun ekki birta niðurstöðu í nauðugnarmáli á vef sínum. Dómari í málinu vísar til reglna um birtingu dóma á vef dómstólasýslunnar og beiðni brotaþola í málinu. Innlent 10. janúar 2021 09:01