Níu mánaða fangelsi fyrir að brjóta á þremur börnum í Austurbæjarskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 20:56 Yngsta barnið var níu ára gamalt. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á þremur börnum í Austurbæjarskóla haustið 2019. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða einu barnanna, sem var níu ára þegar brotið átti sér stað, hálfa milljón króna í miskabætur. Atvikin áttu sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun september 2019. Maðurinn hafði laumað sér inn í skólann á meðan á kennslu stóð og lokkað níu ára gamla stúlku með sér upp á rishæð skólans. Hann hafi þar snert hana með óviðeigandi hætti á rassi, lærum og kynfærum utanklæða. Stúlkan leitaði til starfsmanns skólans strax eftir atvikið og greindi starfsmanninum frá því hvað hafi skeð. Stúlkunni var þá strax vísað til skólastjórnenda sem kölluðu til lögreglu. Fram kemur í dómi að eftir að stúlkan lét skólastjórnendur vita fór aðstoðarskólastjórinn að leita að manninum. Hún fann hann fljótt, en hann var nokkuð áberandi klæddur í hvítan joggingalla. Vísaði hún honum á skrifstofu skólans og sagði maðurinn henni það að hann væri að bíða eftir frænda sínum sem væri nemandi við skólann. Maðurinn yfirgaf skólann stuttu síðar, þegar af honum var litið. Daginn eftir bárust lögreglu upplýsingar frá skólastjóra Austurbæjarskóla um að annar nemandi við skólann, fjórtán ára drengur, hafi greint frá því að hann hafi hitt mann í skólanum daginn áður sem hefði slegið hann á rassinn utanklæða og aðspurður hefði maðurinn sagst vera að grínast. Maðurinn hafi þá boðið honum fíkniefni. Við rannsókn málsins kom í ljós að þriðji nemandinn við skólann, fimmtán ára stúlka, hafi einnig orðið á vegi mannsins. Hann hafi snert hana á óviðeigandi hátt, elt hana á skólalóðinni þar til hún fór til hóps af drengjum á lóðinni. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot, en í bæði skiptin keyrði hann sviptur ökuréttindum. Dómsmál Barnavernd Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Atvikin áttu sér stað í Austurbæjarskóla í byrjun september 2019. Maðurinn hafði laumað sér inn í skólann á meðan á kennslu stóð og lokkað níu ára gamla stúlku með sér upp á rishæð skólans. Hann hafi þar snert hana með óviðeigandi hætti á rassi, lærum og kynfærum utanklæða. Stúlkan leitaði til starfsmanns skólans strax eftir atvikið og greindi starfsmanninum frá því hvað hafi skeð. Stúlkunni var þá strax vísað til skólastjórnenda sem kölluðu til lögreglu. Fram kemur í dómi að eftir að stúlkan lét skólastjórnendur vita fór aðstoðarskólastjórinn að leita að manninum. Hún fann hann fljótt, en hann var nokkuð áberandi klæddur í hvítan joggingalla. Vísaði hún honum á skrifstofu skólans og sagði maðurinn henni það að hann væri að bíða eftir frænda sínum sem væri nemandi við skólann. Maðurinn yfirgaf skólann stuttu síðar, þegar af honum var litið. Daginn eftir bárust lögreglu upplýsingar frá skólastjóra Austurbæjarskóla um að annar nemandi við skólann, fjórtán ára drengur, hafi greint frá því að hann hafi hitt mann í skólanum daginn áður sem hefði slegið hann á rassinn utanklæða og aðspurður hefði maðurinn sagst vera að grínast. Maðurinn hafi þá boðið honum fíkniefni. Við rannsókn málsins kom í ljós að þriðji nemandinn við skólann, fimmtán ára stúlka, hafi einnig orðið á vegi mannsins. Hann hafi snert hana á óviðeigandi hátt, elt hana á skólalóðinni þar til hún fór til hóps af drengjum á lóðinni. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot, en í bæði skiptin keyrði hann sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Barnavernd Reykjavík Grunnskólar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira