Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa selt unglingsstúlkum fíkniefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 14:28 Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa selt þremur stúlkum, sem voru fjórtán og sextán ára gamlar, kannabis og gefið einni þeirra amfetamín heima hjá sér. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir brotin sem framin voru í Fjarðabyggð. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum. Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,14 grömm af kannabisi, 1,42 grömm af amfetamíni og 98 skammta af LSD í sölu- og dreifingarskyni. Fíkniefnin fundust á heimili mannsins við húsleit. Maðurinn neitaði því að hafa selt og gefið stúlkunum fíkniefni en játaði að hafa haft fíkniefni í vörslum sínum. Hann neitaði því hins vegar að hafa verið með fíkniefnin í sölu- og dreifingarskyni. Þann 8. nóvember síðastliðinn barst lögreglu tilkynning frá foreldrum stúlknanna þriggja, sem þá voru fjórtán og sextán ára, um að maðurinn hefði selt stúlkunum kannabis kvöldið áður. Lögregla fór þá að heimili mannsins, og ræddu við hann, en mikil kannabislykt var í íbúð hans. Var þá lagt hald á fyrrnefnd fíkniefni sem fundust við húsleit. Við lögreglurannsókn kom meðal annars í ljós að frá 1. janúar 2019 til 13. nóvember 2020 höfðu hátt í 60 ótengdir einstaklingar lagt peninga inn á bankareikning mannsins í 124 færslum. Alls voru það 1.926.333 krónur. Vantaði reykingatól og sneru því aftur Í yfirheyrslum játaði maðurinn það að stúlkurnar hafi komið heim til hans umrætt grömm til þess að fá hjá honum eitt gramm af kannabisi, eða grasi. Þær hafi hins vegar ekki keypt það. Stúlkurnar hafi svo reykt grasið á svölunum hjá manninum. Þar að auki hafi ein stúlknanna neytt amfetamíns. Við lögregluyfirheyrslur báru lögreglumenn gögn úr síma mannsins undir hann. Þar á meðal voru samskipti á milli hans og stúlknanna, þar sem umræðuefnið varðaði kaupverð á fíkniefnum. Maðurinn staðfesti að hann hafi átt í þessum samskiptum en þegar á hólminn hafi verið komið hafi hann ekki rukkað þær um gjaldið. Stúlkurnar hins vegar voru sammála um það að þær hafi greitt 4.000 krónur fyrir grammið af grasi sem þær keyptu af manninum. Þær hafi ætlað að fara annað til að reykja grasið en þær hafi þá uppgötvað að þær vanhagaði um bréfsefni til að reykja efnið. Maðurinn hafi þá boðið þeim aftur til sín og leyft þeim að reykja efnið á svölunum.
Dómsmál Fjarðabyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira