Hreiðar og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður í síðasta hrunmálinu Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í Landsrétti í dag sakfelldir fyrir aðild sína að CLN-málinu. Þeim var þó ekki gerði refsing vegna fyrri dóma sem þeir hafa hlotið. Sýknudómur Sigurðar Einarssonar úr héraði var staðfestur. Viðskipti innlent 19. mars 2021 14:21
Kona grunuð um að þræla þremur stjúpbörnum sínum út Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir konu sem grunuð er um fjárdrátt, að hafa þrælað út þremur stjúpbörnum sínum og beitt þau andlegu ofbeldi. Konan var handtekin fyrr í vikunni og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness konuna í kjölfarið í gæsluvarðhald til 24. mars. Innlent 19. mars 2021 11:33
Milljónabætur vegna frelsissviptingar í alþjóðlegu fjársvikamáli Íslenska ríkið þarf að greiða erlendum karlmanni fjórar og hálfa milljón krónur í miskabætur vegna frelsissviptingar í tengslum við alþjóðlegt fjársvikamál samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á miðvikudag. Manninum var haldið í gæsluvarðhaldi meira en tvöfalt lengur en fangelsisdómur yfir honum hljóðaði upp á. Innlent 19. mars 2021 11:08
Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. Innlent 18. mars 2021 15:57
Níu skotáverkar á líkama hins látna Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins. Innlent 18. mars 2021 08:33
Hinn ákærði metinn ósakhæfur Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Innlent 17. mars 2021 20:49
Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Innlent 17. mars 2021 13:42
Barn á eftir bolta fær bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. Innlent 16. mars 2021 17:56
Slasaðist í mótorhjólaslysi en ekki við töskuburð og fær átta milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun mánaðar Vátryggingafélag Íslands (VÍS) til að greiða karlmanni á sjötugsaldri samtals rúmar átta milljónir í bætur vegna mótorhjólaslyss árið 2017. VÍS taldi hvorki sannað að maðurinn hefði yfir höfuð lent í slysinu né að hann hefði hlotið þar áverka sem ollu honum varanlegri örorku. Innlent 16. mars 2021 15:34
Burðardýrið játaði en meintir skipuleggjendur neita Aðalmeðferð fer fram í dag í máli tveggja Spánverja, karls og konu á fertugsaldri, sem ákærð eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim er gefið að sök að hafa þann 19. desember síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega fimm kílóum af hassi, um 5100 E-töflum og eitt hundrað stykkjum af LSD. Innlent 16. mars 2021 10:14
Jón Steinar og nýjasta afturköllunarfárið Lögfræðingurinn Jón Steinar Gunnlaugsson er vart óumdeildur maður en ólíkt mörgum öðrum lögfræðingum er Jón hreinskilinn maður. Hann tjáir skoðanir sínar hispurslaust, jafnvel um viðkvæm málefni. Skoðun 15. mars 2021 12:30
Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. Innlent 14. mars 2021 14:28
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. Innlent 13. mars 2021 14:47
Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. Innlent 13. mars 2021 11:21
Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Innlent 12. mars 2021 18:21
Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Viðskipti innlent 12. mars 2021 17:23
„Við erum að undirbúa risaskaðabótamál í Geirfinnsstíl“ „Þetta segir okkur hvað er að gerast í héraðdómi og er auðvitað áfellisdómur á þetta kerfi,“ segir Hjalti Úrsus Árnason. Árni Gils Hjaltason sonur hans var í dag sýknaður í Landsrétti af ákæru um tilraun til manndráps en málið hefur velkst um í dómskerfinu í á fimmta ár. Innlent 12. mars 2021 15:32
Árni Gils sýknaður í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði. Innlent 12. mars 2021 14:56
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. Innlent 12. mars 2021 14:22
Sigurjón dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti í endurupptöku á svokölluðu Ímon-máli. Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, var ekki gerð sérstök refsing. Innlent 12. mars 2021 13:10
Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. Innlent 12. mars 2021 13:04
Bjargar erfðafræðin dæmdum raðmorðingja?: Fékk 30 ára dóm fyrir að myrða börnin sín en vísindamenn segja hana saklausa Níutíu virtir vísindamenn og læknar hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjóra Nýju Suður-Wales og skorað á hann að náða Kathleen Folbigg og láta hana umsvifalaust lausa. Erlent 12. mars 2021 12:10
Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ Innlent 11. mars 2021 20:55
Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. Skoðun 11. mars 2021 20:01
Dæmdur til að greiða miskabætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Innlent 11. mars 2021 17:53
Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Innlent 11. mars 2021 16:52
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Innlent 11. mars 2021 14:47
Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. Innlent 10. mars 2021 22:38
Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. Innlent 10. mars 2021 20:25
Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Innlent 10. mars 2021 20:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent