Þórunn Antonía leitaði réttlætis eftir nauðgun: „Það tók allt sem ég á.“ Þorgils Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 23:18 Þórunn Antonía skrifaði pistil á Facebook um áhrif kynferðisofbeldis. Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn Þórunni og þremur öðrum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. Skjáskot af Facebook „Ég sit núna heima hágrátandi yfir því að það sé loksins komin niðurstaða. Ég upplifi að ég sé búin að teyma á eftir mér öskrandi risa í mörg ár og einn af hlekkjunum er allavegana horfin úr þeirri lest.“ Þetta segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir í pistli á Facebooksíðu sinni í kvöld í tilefni af dómi sem féll í Landsrétti í dag. Þar var refsing yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni fyrir nauðgun gegn fjórum konum var þyngd um eitt ár. Jóhannes þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. Þórunn er ein kvennanna sem Jóhannes var sakfelldur fyrir að brjóta gegn, en hún segir að um það bil 35 konur hafi kært hann og margfalt fleiri hafi ekki þorað að kæra. Hún hafi sjálf ekki treyst sér til þess strax eftir nauðgunina. Hún hafi á þeim tíma gengið í gegnum erfiða lífsreynslu, meðal annars hafi hún orðið fyrir grófu heimilisofbeldi. Enda hafi það að kæra mann fyrir nauðgun verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gengið í gegnum. „Viðmótið á lögreglustöðinni. Niðrandi athugasemdir i dómsal. Kvíðin að gerandi hefni sín osfrv. Að ég verði drusluskömmuð fyrir alþjóð. Enn ein athyglissjúka gellan sem var svo heimsk að koma sér í þessar aðstæður alveg sjálf. Eins og ég fékk að heyra um daginn frá manni háttsettum hjá Íslenskum fjölmiðli.“ Mikil umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga um útskúfun gerenda í málum tengdum kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þórunn segir hins vegar að þolendur séu miklu oftar útskúfaðir heldur en gerendur. „Ég kærði þennan mann vegna þess að ég heyrði af því að það væru svo ótal margar stúlkur og konur sumar barnungar sem hann braut á. Þá varð ég reið. Það þarf að stöðva þessa menn. Ég þorði. ég þori en það tók allt sem ég á.“ Þórunn segist hafa verið að vinna sig út úr áföllum í kjölfar heimilisofbeldis þegar hún leitaði á náðir Jóhannesar vegna líkamlegra kvilla eftir ofbeldið. Hann hafi vísvitandi misnotað sér ástand hennar. „Fyrrverandi kærastinn minn hafði gengið það illa í skrokk á mér að ég var með mjög alvarleg líkamleg og andleg einkenni sem ég fól Jóhannesi fullt traust í að vinna með. Meiðslin lágu yfir mjaðmagrind, mjóbak og stoðkerfi. Jóhannes nauðgaði mér.“ „Hann kom sér í þá aðstöðu að ég hélt að ég gæti treyst honum. Hann valdi mig því hann vissi nákvæmlega að það er auðveldara að misnota manneskjur sem hafa orðið fyrir grófu ofbeldi.“ Jóhannes hafi gengið fram með einbeittum brotavilja. „Það er alveg jafn mikil ofbeldi að troða höndum sínum inn í aðra manneskju undir því yfirskini að þú sért að hjálpa henni eins og lim eða einhverju öðru. Þetta kallast nauðgun. Hér var ekki veitt samþykki.“ Hún segist enn læstast í líkamanum við að hugsa um Jóhannes og glími við það sem kallast fjölþætta áfallastreituröskun. Þolendur kynferðisofbeldis lifi margir við daglegar afleiðingar af ofbeldinu sem séu öllum ósýnilegar. Í niðurlagi segir Þórunn: „Með ótrúlega mikilli ást og virðingu til allra sem eiga um sárt að binda vegna áhrifa kynferðis eða annarskonar ofbeldis. Takk líka allir sem hafa stutt mig og aðstoðað á þessu erfiða ferli.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. 13. október 2021 08:35 Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. 8. janúar 2021 07:01 „Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6. janúar 2021 17:35 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta segir söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir í pistli á Facebooksíðu sinni í kvöld í tilefni af dómi sem féll í Landsrétti í dag. Þar var refsing yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni fyrir nauðgun gegn fjórum konum var þyngd um eitt ár. Jóhannes þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. Þórunn er ein kvennanna sem Jóhannes var sakfelldur fyrir að brjóta gegn, en hún segir að um það bil 35 konur hafi kært hann og margfalt fleiri hafi ekki þorað að kæra. Hún hafi sjálf ekki treyst sér til þess strax eftir nauðgunina. Hún hafi á þeim tíma gengið í gegnum erfiða lífsreynslu, meðal annars hafi hún orðið fyrir grófu heimilisofbeldi. Enda hafi það að kæra mann fyrir nauðgun verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gengið í gegnum. „Viðmótið á lögreglustöðinni. Niðrandi athugasemdir i dómsal. Kvíðin að gerandi hefni sín osfrv. Að ég verði drusluskömmuð fyrir alþjóð. Enn ein athyglissjúka gellan sem var svo heimsk að koma sér í þessar aðstæður alveg sjálf. Eins og ég fékk að heyra um daginn frá manni háttsettum hjá Íslenskum fjölmiðli.“ Mikil umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga um útskúfun gerenda í málum tengdum kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Þórunn segir hins vegar að þolendur séu miklu oftar útskúfaðir heldur en gerendur. „Ég kærði þennan mann vegna þess að ég heyrði af því að það væru svo ótal margar stúlkur og konur sumar barnungar sem hann braut á. Þá varð ég reið. Það þarf að stöðva þessa menn. Ég þorði. ég þori en það tók allt sem ég á.“ Þórunn segist hafa verið að vinna sig út úr áföllum í kjölfar heimilisofbeldis þegar hún leitaði á náðir Jóhannesar vegna líkamlegra kvilla eftir ofbeldið. Hann hafi vísvitandi misnotað sér ástand hennar. „Fyrrverandi kærastinn minn hafði gengið það illa í skrokk á mér að ég var með mjög alvarleg líkamleg og andleg einkenni sem ég fól Jóhannesi fullt traust í að vinna með. Meiðslin lágu yfir mjaðmagrind, mjóbak og stoðkerfi. Jóhannes nauðgaði mér.“ „Hann kom sér í þá aðstöðu að ég hélt að ég gæti treyst honum. Hann valdi mig því hann vissi nákvæmlega að það er auðveldara að misnota manneskjur sem hafa orðið fyrir grófu ofbeldi.“ Jóhannes hafi gengið fram með einbeittum brotavilja. „Það er alveg jafn mikil ofbeldi að troða höndum sínum inn í aðra manneskju undir því yfirskini að þú sért að hjálpa henni eins og lim eða einhverju öðru. Þetta kallast nauðgun. Hér var ekki veitt samþykki.“ Hún segist enn læstast í líkamanum við að hugsa um Jóhannes og glími við það sem kallast fjölþætta áfallastreituröskun. Þolendur kynferðisofbeldis lifi margir við daglegar afleiðingar af ofbeldinu sem séu öllum ósýnilegar. Í niðurlagi segir Þórunn: „Með ótrúlega mikilli ást og virðingu til allra sem eiga um sárt að binda vegna áhrifa kynferðis eða annarskonar ofbeldis. Takk líka allir sem hafa stutt mig og aðstoðað á þessu erfiða ferli.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14 Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. 13. október 2021 08:35 Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. 8. janúar 2021 07:01 „Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6. janúar 2021 17:35 Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Landsréttur dæmdi meðhöndlarann í sex ára fangelsi Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum um eitt ár. Hann þarf því að afplána sex ára fangelsisdóm. 5. nóvember 2021 14:14
Opið þinghald í fimmta nauðgunarmáli „meðhöndlara“ Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni. 13. október 2021 08:35
Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm. 8. janúar 2021 07:01
„Ég bjóst við sakfellingu“ Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. 6. janúar 2021 17:35
Þykir alvarlegt að maðurinn sé enn að störfum Karlmaður sem vinnur með einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvanda hefur verið kærður nokkrum sinnum á þessu ári fyrir kynferðisbrot í starfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að þrjú mál séu til rannsóknar. 18. október 2018 07:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent