„Nei, Áslaug Arna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 21:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, frambjóðandi VG. vísir/vilhelm „Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmála- og vinnumarkaðráðherra, á Facebook-síðu sinni til að bregðast við orðum sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lét falla í Pallborðinu í dag klukkan 14. Guðmundur fenginn beint úr Landvernd í ráðuneyti Áslaug sagði Jón Gunnarsson ekki hafa neitt vald til að hafa áhrif á ákvörðun um veitingu hvalveiðileyfis sem sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Þá ræddi hún hið svo kallaða hlerunarmál þar sem settur var á svið sérstakur blekkingarleikur til að veiða upplýsingar um hvalveiðar upp úr Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns. Ráðherrabústaðnumvísir/vilhelm Á upptöku sagði Gunnar að Jón hafi verið settur í ráðuneytið á móti því að hann myndi taka að sér fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og að Jón ætlaði sér að hafa áhrif á hvalveiðar. Áslaug líkti þá veru Jóns í matvælaráðuneytinu við veru Guðmundar í umhverfisráðuneytinu. „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytið til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd,“ sagði hún. Þakkaði Áslaugu fyrir að minna á hugsjónir sínar Guðmundur ítrekaði í færslu sinni að það væri mikill munur á tíð hans sem umhverfisráðherra og veru Jóns í matvælaráðuneytinu. „Það er allt annað en þegar stjórnmálamanni (í þessu tilviki Jóni Gunnarssyni) er plantað í ráðuneyti til þess að vinna að framgangi mála sem tengjast atvinnustarfsemi og fyrirtæki vinar hans. Þetta tvennt er engan veginn sambærilegt,“ skrifaði hann. Guðmundur þakkaði þá Áslaugu fyrir að minna fólk á að hann berjist fyrir hugsjónum sínum. „Og já, ég friðlýsti eins og enginn væri morgundagurinn. Þetta voru góðir tímar.“ Færsla Guðmundar Inga Guðbrandssonar, frambjoðanda Vinstri Grænna.Skjáskot
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Umhverfismál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira