Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dómur Jóns Páls þyngdur í Lands­rétti

Jón Páll Eyjólfsson, fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, var í dag dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um hálft ár. Brotið átti sér stað fyrir þrettán árum eða árið 2008.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála um þyngd refsingar í nauðgunarmáli í Landsrétti

Karol Wasilewski hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Landsréttur staðfesti dóm héraðdóms í dag en einn Landsréttardómari vildi þyngja dóminn í þriggja ára fangelsi. Karol þarf að greiða konunni sem hann braut á 1,8 milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Nýr dómur gæti fært tilteknum hópi ökumanna réttindin á ný

Nýlegur dómur í Landsrétti þýðir að ökumenn sem hafa verið látnir sæta refsingu á grundvelli þess að tetrahýdrókannabínólsýru fannst í þvagi þeirra eiga að öðru jöfnu rétt á niðurfellingu refsingar sem hefur ekki verið framkvæmd, þar á meðal niðurfellingu sviptingu ævilangs ökuréttar.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir árás og hótanir með sveðju

Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið mann í þriggja mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir minniháttar líkamsárás, hótanir og vopnalagabrot fyrir að ráðast á og ógna manni með sveðju.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps

Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna

Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum

Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu.

Innlent
Fréttamynd

Stal yfir sjötíu flöskum úr Vínbúðinni

Stórtækur þjófur hefur verið sakfelldur fyrir alls 45 þjófnaði úr verslunum ÁTVR, Hagkaups, Lyfju og Elko á tæplega eins árs tímabili. Maðurinn nappaði yfir sjötíu flöskum af áfengi, aðallega sterku víni, úr Vínbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Haf­þór sak­felldur með minnsta mun í Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af kynferðislegri áreitni í Hrunalaug

Karlmaður hefur verið sýknaður af kynferðislegri áreitni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í apríl í fyrra strokið um bert bak og læri konu, reynt að toga hana til sín og strokið og haldið um rass hennar utanklæða í Hrunalaug í nágrenni við Flúðir. 

Innlent
Fréttamynd

Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum

Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa kallað trans­ konu „karl í kerlinga­pels“

Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum.

Innlent
Fréttamynd

Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit

Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum.

Innlent
Fréttamynd

Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda.

Innherji