Innlent

Á­kærð fyrir að refsa leik­skóla­börnum líkam­lega

Árni Sæberg skrifar
Ekki liggur fyrir á hvaða leikskóla konan starfaði.
Ekki liggur fyrir á hvaða leikskóla konan starfaði. Vísir/Vilhelm

Kona sem starfaði á leikskóla hefur verið ákærð fyrir að hafa beitt börn á leikskólanum andlegum og líkamlegum refsingum og ógnunum.

Í ákærunni, sem fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur undir höndum, segir að ætluð brot konunnar hafi verið framin yfir nokkurra mánaða skeið frá lokum árs 2020 til mars árið 2021.

Þar segir að konan hafi meðal annars tekið um háls og úlnliði þeirra, klórað þau og klipið í andlit, maga og síðu, slegið á handarbök þeirra, talað hvasst til barnanna og komið að öðru leyti þannig fram við þau að þau óttuðust hana. Þá hafi hún sýnt börnunum yfirgang og ruddalegt athæfi, að því er segir í frétt Rúv.

Ætluð brot konunnar varða allt að þriggja ára fangelsi og foreldrar barnanna sjö gera kröfu um 1,5 milljóna króna miskabætur fyrir þeirra hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×