Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 17:30 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. Reynir Örn var sakfelldur fyrir brot gegn sóttvarnalögum, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og frammistöðubætandi efna og brot gegn valdstjórninni. Sóttvarnalagabrotið framdi hann þegar hann var smitaður af Covid-19 og átti að vera í einangrun á Akureyri. Lögreglumaður hafði afskipti af honum þar sem hann sat í kyrrstæðum bíl við verslunarmiðstöð í Borgarnesi að nóttu til í október 2020. Eftir að leiðir þeirra skildi komst lögreglumaðurinn að raun um að Reynir Örn hefði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota og að hann ætti að vera í einangrun á Akureyri. Tilkynnti hann lögreglunni á Akureyri um það. Bílnúmer bifreiðar hans var þá vaktað og fékk lögregla boð um að henni hefði verið ekið inn á Akureyri snemma um morguninn. Þegar lögreglumenn fóru að húsnæði sem þeir vissu að Reynir Örn hefði til umráða sáu þeir á eftir honum og bílinn í lausagangi fyrir utan. Engu að síður neitaði Reynir Örn að hann hefði ekið bifreiðinni eða farið út. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Reynir Örn hefði keypt bifreiðina á Reykjanesi áður en afskipti voru höfð af honum í Borgarnesi. Hann var sakfelldur fyrir brot á sóttvarnalögum og fyrir að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétttindum. Hótaði að drepa lögreglumenn Ákæra fyrir brot gegn valdstjórninni varðaði uppákomu í júlí í fyrra þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Reyni Erni á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um æstan mann að ráðast að konu og að hann hefði brotið bílrúðu. Lögreglumenn báru að Reynir Örn hefði þegar veist að þeim. Hann hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi. Hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði ítrekað að drepa lögreglumennina. „Ég drep ykkur öll ein daginn, einn daginn drep ég ykkur,“ heyrðist hann meðal annars segja á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns. Játaði Reynir Örn á sig vörslu á ýmsum örvandi og frammistöðubætandi efnum, þar á meðal amfetamíni og kókaíni, í nóvember 2020. Ákæruvaldið féll frá ákæru vegna frekari fíkniefnalagabrota sem Reynir Örn játaði á sig á þessu ári. Hegningarauki við fyrri sakadóm Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu öll verið framin fyrir uppsögu dóms sem hann hlaut í október í fyrra fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þau brot voru rof á skilorði og því eldri dómur frá 2017 tekinn upp aftur og Reyni Erni gerð refsing í einu lagi. Sá dómur varðaði þjófnað, tilraun til þjófnaðar, vörslu fíkniefna, tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Reyni Erni var því dæmdur hegningarauki við dóminn frá því í fyrra og honum gerð refsing í einu lagi. Var refsing hans ákveðin tvö ár og níu mánuðir í fangelsi. Í ljósi þess að um hegningarauka við dóm sem var skilorðbundinn að hluta taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda þrjátíu mánuði af refsingunni til þriggja ára. Ítrekuð var fyrri svipting hans á ökurétti ævilangt. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkniefnabrot Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Reynir Örn var sakfelldur fyrir brot gegn sóttvarnalögum, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og frammistöðubætandi efna og brot gegn valdstjórninni. Sóttvarnalagabrotið framdi hann þegar hann var smitaður af Covid-19 og átti að vera í einangrun á Akureyri. Lögreglumaður hafði afskipti af honum þar sem hann sat í kyrrstæðum bíl við verslunarmiðstöð í Borgarnesi að nóttu til í október 2020. Eftir að leiðir þeirra skildi komst lögreglumaðurinn að raun um að Reynir Örn hefði verið sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota og að hann ætti að vera í einangrun á Akureyri. Tilkynnti hann lögreglunni á Akureyri um það. Bílnúmer bifreiðar hans var þá vaktað og fékk lögregla boð um að henni hefði verið ekið inn á Akureyri snemma um morguninn. Þegar lögreglumenn fóru að húsnæði sem þeir vissu að Reynir Örn hefði til umráða sáu þeir á eftir honum og bílinn í lausagangi fyrir utan. Engu að síður neitaði Reynir Örn að hann hefði ekið bifreiðinni eða farið út. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Reynir Örn hefði keypt bifreiðina á Reykjanesi áður en afskipti voru höfð af honum í Borgarnesi. Hann var sakfelldur fyrir brot á sóttvarnalögum og fyrir að hafa ekið bifreiðinni sviptur ökurétttindum. Hótaði að drepa lögreglumenn Ákæra fyrir brot gegn valdstjórninni varðaði uppákomu í júlí í fyrra þegar lögreglumenn höfðu afskipti af Reyni Erni á Akureyri. Tilkynnt hafði verið um æstan mann að ráðast að konu og að hann hefði brotið bílrúðu. Lögreglumenn báru að Reynir Örn hefði þegar veist að þeim. Hann hafi verið mjög æstur og í annarlegu ástandi. Hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu og hótaði ítrekað að drepa lögreglumennina. „Ég drep ykkur öll ein daginn, einn daginn drep ég ykkur,“ heyrðist hann meðal annars segja á upptöku úr búkmyndavél lögreglumanns. Játaði Reynir Örn á sig vörslu á ýmsum örvandi og frammistöðubætandi efnum, þar á meðal amfetamíni og kókaíni, í nóvember 2020. Ákæruvaldið féll frá ákæru vegna frekari fíkniefnalagabrota sem Reynir Örn játaði á sig á þessu ári. Hegningarauki við fyrri sakadóm Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotin hefðu öll verið framin fyrir uppsögu dóms sem hann hlaut í október í fyrra fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Þau brot voru rof á skilorði og því eldri dómur frá 2017 tekinn upp aftur og Reyni Erni gerð refsing í einu lagi. Sá dómur varðaði þjófnað, tilraun til þjófnaðar, vörslu fíkniefna, tollalagabrot, nytjastuld, eignaspjöll, húsbrot, hótanir, líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Reyni Erni var því dæmdur hegningarauki við dóminn frá því í fyrra og honum gerð refsing í einu lagi. Var refsing hans ákveðin tvö ár og níu mánuðir í fangelsi. Í ljósi þess að um hegningarauka við dóm sem var skilorðbundinn að hluta taldi dómurinn rétt að skilorðsbinda þrjátíu mánuði af refsingunni til þriggja ára. Ítrekuð var fyrri svipting hans á ökurétti ævilangt.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkniefnabrot Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira