BHM og Friðrik Jónsson sýknuð af kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bandalag háskólamanna og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formann BHM, af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra sem sakaði Friðrik um að hafa brotið gegn trúnaðarskilyrðum starfslokasamnings. Innlent 22. febrúar 2024 11:46
Lífeyrissjóðamálið fer beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Lífeyrissjóðs verslunarmanna í máli sjóðsfélaga á hendur sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, ólögmæta og málinu var skotið beint til Hæstaréttar. Innlent 21. febrúar 2024 18:55
Draumur marxista um fría lóð endanlega úti Hæstiréttur hefur hafnað beiðni DíaMat – félags um díalektíska efnishyggju um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Félagið höfðaði málið eftir að borgin neitaði að úthluta félaginu ókeypis lóð fyrir starfsemi þess. Innlent 20. febrúar 2024 23:08
Snæþór Helgi gengur laus þrátt fyrir dóm fyrir hrottalegt ofbeldi gegn fyrrverandi Snæþór Helgi Bjarnason, sem var á dögunum dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann hlaut fjögurra ára dóm fyrir árásina þar sem ekki var talið að hann hefði reynt að ráða konunni bana. Þar með er skilyrðum laga um meðferð sakamála um áframhaldandi gæsluvarðhald ekki uppfyllt. Innlent 20. febrúar 2024 18:44
Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Viðskipti innlent 20. febrúar 2024 13:22
Ekki talið náið samband og sleppur með skilorð Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gegn konunni en dómurinn féllst ekki á að samband þeirra hefði verið náið. Innlent 19. febrúar 2024 22:27
Herjaði á Krónuna og fékk fimm mánuði Karlmaður hefur verið dæmdur til fimm mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda þjófnaðarbrota. Hann virðist hafa haft dálæti á Krónunni þar sem hann stal vörum fyrir ríflega 300 þúsund krónur. Innlent 19. febrúar 2024 20:55
Dæmdur í fangelsi en finnst ekki Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands segir að óvíst sé um dvalarstað mannsins og ekki hafi tekist að birta honum fyrirkall. Innlent 19. febrúar 2024 17:51
Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna. Viðskipti innlent 19. febrúar 2024 16:30
Flutti DVD-diska með barnaníðsefni til Íslands Karlmaður hlaut í síðustu viku eins árs fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir vörslu barnaníðsefnis. Innlent 19. febrúar 2024 16:07
Með tæplega 400 töflur innvortis á Litla-Hrauni Karlmaður hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot með því að hafa í vörslum sínum 366 stykki af lyfjum við komu á fangelsið Litla-Hrauni Innlent 19. febrúar 2024 15:36
Landsréttur á því að Síminn hafi ekki brotið lög með sölu enska boltans Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport. Viðskipti innlent 16. febrúar 2024 17:11
Skýringar eiginkonunnar dugðu ekki í Landsrétti Landsréttur hefur staðfest skilorðsbundna dóma yfir feðgum fyrir umfangsmikla fíkniefnaframleiðslu og peningaþvætti. Ári eftir að feðgarnir voru handteknir komu þeir á fót sjávarafurðafyrirtæki sem flytur út fisktegundir frá Íslandi um allan heim og veltir milljörðum króna. Eiginkona föðurins sem sýknuð var í héraðsdómi af peningaþvætti var sakfelld í Landsrétti. Innlent 16. febrúar 2024 15:52
Hundruð milljóna króna skattasekt staðfest Landsréttur hefur sakfellt karlmann á sextugsaldri fyrir skattalagabrot. Hann var dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 268 milljóna króna í sekt. Ákæruvaldið féllst á það undir rekstri málsins að tiltekin útgjöld hafi talist rekstrarkostnaður og sekt mannsins var lækkuð um 55 milljónir króna, frá því sem hafði verið dæmt í héraði. Innlent 16. febrúar 2024 15:35
Mátti kenna Leoncie við nektardans Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær. Innlent 16. febrúar 2024 15:27
Dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustu og sneri strax aftur eftir fangelsisvist Karlmaður hefur hlotið fimm ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir brot gegn fyrrverandi unnustu sinni. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga konunni, hóta henni og beita ofbeldi. Honum er gert að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur. Innlent 16. febrúar 2024 12:19
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Innlent 16. febrúar 2024 09:48
Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Innlent 15. febrúar 2024 14:36
Ekkjan gafst ekki upp og fékk meirihluta dánarbótanna Ekkja flugmanns sem lést í flugslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 fær tvo þriðju dánarbóta frá tryggingafélaginu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Tekist var á um hvort flugmaðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi sem orsakaði slysið. Innlent 14. febrúar 2024 14:50
Þungir dómar í Saltdreifaramálinu staðfestir Hæstiréttur hefur staðfest átta og tíu ára fangelsisdóma yfir tveimur mönnum í saltdreifaramálinu svokallaða. Innlent 14. febrúar 2024 14:03
Mátti reka flugumferðarstjóra sem var kærður fyrir nauðgun Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi flugumferðarstjóra og kennara, sem sagt var upp störfum eftir að nemandi kærði hann og samstarfsmann fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórinn vildi meina að uppsögnin hafi verið ólögmæt. Innlent 14. febrúar 2024 12:15
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. Innlent 13. febrúar 2024 15:40
Óskiljanlegt að sakborningarnir segi samræður sínar grín Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaða gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar sakborninga um að fremja voðaverk hafi verið grín. Hann fer fram á fimmtán til átján mánaða refsingu fyrir vopnalagabrot en leggur í hendur dómsins að meta refsingu fyrir skipulagningu hryðjuverka enda engin fordæmi í slíkum málum hér á landi. Innlent 13. febrúar 2024 12:15
Telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, telur að lögregla hafi átt við sönnunargögn í málinu, nánar tiltekið við byssu. Innlent 13. febrúar 2024 07:01
Staðfastur á því að árás með miklu mannfalli hafi verið afstýrt Fulltrúi hjá Europol, sem er verkefnastjóri hóps sem skoðar hryðjuverk hægrisinnaðra öfgamanna, gerði tvær skýrslur um hryðjuverkamálið svokallaða, en Europol kom að rannsókn málsins. Hann bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12. febrúar 2024 19:41
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Innlent 12. febrúar 2024 14:52
Kona bauðst til að gefa upp nöfn manna með ólögleg vopn Kona sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða og starfaði við vopnasölu á Íslandi segir að vopnabransinn hafi sjokkerað sig. Hún starfar ekki lengur í honum. Hún gaf skýrslu við aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 12. febrúar 2024 13:19
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. Innlent 12. febrúar 2024 11:52
Skipulagði barnsránið alveg ein: „Ég gefst aldrei upp fyrir þeim“ Edda Björk, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi en segist, þrátt fyrir dóm og enga forsjá, ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina til Noregs í mars 2022. Innlent 12. febrúar 2024 06:46
Dæmd í Noregi og ein sex grunaðra í rannsókn lögreglu á Íslandi Edda Björk Arnardóttir, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún fékk dóm fyrir svipað brot í Noregi í janúar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi. Innlent 11. febrúar 2024 19:01