Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Árni Sæberg skrifar 4. maí 2024 13:06 Vilhjálmi er ekki skemmt yfir háttsemi Haraldar. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. Dómar Hæstaréttar í málum fjögurra fyrrverandi lögreglumanna í lok mars síðastliðins vöktu talsverða athygli. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ríkinu bæri að greiða mönnunum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur taldi Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. Þetta gerir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Greinin ber titilinn „Örlætisgerningur“ og í henni útskýrir Vilhjálmur hvað felst í því lagahugtaki, sem í almennu tali er einfaldlega kallað gjöf. „Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið því föstu að fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafi gefið stefndu hundruð milljóna króna úr ríkissjóði í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vaknar sú spurning hvað íslenska ríkið ætlar að gera til þess að endurheimta féð? Ég treysti að fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra svari því. Eða eru fjármunir ríkissjóðs fé án hirðis?“ spyr Vilhjálmur. Kostar 360 milljónir Þegar málið var í hámæli árið 2020 lagði Ólafur Ísleifsson, þáverandi þingmaður Miðflokksins, fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt var hver kostnaður ríkisins af gjafagerningi Haraldar væri. Skuldbindingar ríkisins vegna samkomulags Haraldar vegna ábyrgðar ríkisins á B-deild LSR voru reiknaðar út á sínum tíma af Talnakönnun. Niðurstaðan var sú að kostnaðurinn væri 360 milljónir króna. Það var vegna allra þeirra níu starfsmanna sem gengu að samkomulagi Haraldar, ekki einungis þeirra fjögurra sem höfðuðu mál. Þegar Vilhjálmur spyr hvernig ríkið ætli sér að endurheimta milljónirnar 360 er hann í raun að velta upp tveimur möguleikum. Annars vegar að það stjórnvald sem fer með fjárreiður ríkisins, fjármála- og efnahagsráðuneytið, höfði einkamál á hendur Haraldi til heimtu skaðabóta. Hins vegar að Héraðssaksóknari ákveði að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á mögulegum umboðssvikum Haraldar. Slík brot varða allt að sex ára fangelsi. Enginn virðist vera að aðhafast Þegar dómur Hæstaréttar féll renndi blaðamaður fyrirspurn á fjármálaráðuneytið og spurði að einmitt þessu. Hvort málinu væri lokið frá bæjardyrum ráðuneytisins séð eða skaðabótamál á hendur Haraldi kæmi til greina. Í svari ráðuneytisins, sem barst um mánuði síðar, sagði að á þessu stigi hafi ekki verið lagt mat á hvort skilyrði til að beina kröfu að Haraldi vegna málsins kunni að vera uppfyllt. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er farið ítarlega yfir málið í heild. Þar segir meðal annars að Heimildin hafi beint fyrirspurn til Héraðssaksóknar varðandi málið. Þaðan hafi þær upplýsingar borist að engu máli hefði verið vísað til embættisins og engin rannsókn væri í gangi. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Lögreglan Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Dómar Hæstaréttar í málum fjögurra fyrrverandi lögreglumanna í lok mars síðastliðins vöktu talsverða athygli. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ríkinu bæri að greiða mönnunum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur taldi Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. Þetta gerir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Greinin ber titilinn „Örlætisgerningur“ og í henni útskýrir Vilhjálmur hvað felst í því lagahugtaki, sem í almennu tali er einfaldlega kallað gjöf. „Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið því föstu að fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafi gefið stefndu hundruð milljóna króna úr ríkissjóði í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vaknar sú spurning hvað íslenska ríkið ætlar að gera til þess að endurheimta féð? Ég treysti að fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra svari því. Eða eru fjármunir ríkissjóðs fé án hirðis?“ spyr Vilhjálmur. Kostar 360 milljónir Þegar málið var í hámæli árið 2020 lagði Ólafur Ísleifsson, þáverandi þingmaður Miðflokksins, fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt var hver kostnaður ríkisins af gjafagerningi Haraldar væri. Skuldbindingar ríkisins vegna samkomulags Haraldar vegna ábyrgðar ríkisins á B-deild LSR voru reiknaðar út á sínum tíma af Talnakönnun. Niðurstaðan var sú að kostnaðurinn væri 360 milljónir króna. Það var vegna allra þeirra níu starfsmanna sem gengu að samkomulagi Haraldar, ekki einungis þeirra fjögurra sem höfðuðu mál. Þegar Vilhjálmur spyr hvernig ríkið ætli sér að endurheimta milljónirnar 360 er hann í raun að velta upp tveimur möguleikum. Annars vegar að það stjórnvald sem fer með fjárreiður ríkisins, fjármála- og efnahagsráðuneytið, höfði einkamál á hendur Haraldi til heimtu skaðabóta. Hins vegar að Héraðssaksóknari ákveði að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á mögulegum umboðssvikum Haraldar. Slík brot varða allt að sex ára fangelsi. Enginn virðist vera að aðhafast Þegar dómur Hæstaréttar féll renndi blaðamaður fyrirspurn á fjármálaráðuneytið og spurði að einmitt þessu. Hvort málinu væri lokið frá bæjardyrum ráðuneytisins séð eða skaðabótamál á hendur Haraldi kæmi til greina. Í svari ráðuneytisins, sem barst um mánuði síðar, sagði að á þessu stigi hafi ekki verið lagt mat á hvort skilyrði til að beina kröfu að Haraldi vegna málsins kunni að vera uppfyllt. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er farið ítarlega yfir málið í heild. Þar segir meðal annars að Heimildin hafi beint fyrirspurn til Héraðssaksóknar varðandi málið. Þaðan hafi þær upplýsingar borist að engu máli hefði verið vísað til embættisins og engin rannsókn væri í gangi.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Lögreglan Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32
Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent