Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Fær ekki bætur fyrir að hafa runnið á blautu gólfi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bónus og Sjóvá af skaðabótakröfum manns sem rann til á gólfi Bónuss í Spönginni fyrir sex árum. Maðurinn var starfsmaður Bónuss og dag einn þegar hann kom til vinnu rann hann á blautu gólfi verslunarinnar og skall niður á annað hnéð.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest yfir dæmdum nauðgara

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Edward Koranteng, karlmanni á þrítugsaldri, en maðurinn er kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku í lok nóvember. Maðurinn var í vikunni dæmdur fyrir að nauðga annarri fjórtán ára stúlku á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tvítug kona í dæmd í fjögurra mánaða fangelsi

Rúmlega tvítug kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi meðal annars fyrir líkamsárás og þjófnað. Í maí á þessu ári braust konan inn í íbúð á Suðurlandsvegi og reyndi að stela þaðan ýmsum hlutum.

Innlent
Fréttamynd

Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdar bætur vegna gæsluvarðhalds

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að íslenska ríkið skyldi greiða karlmanni 250 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í byrjun árs 2005, en hæstiréttur vísaði gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenar teknir með fölsuð skilríki

Tveir Rúmenar, karl og kona, voru í gær dæmd í Héraðsdómi Austurlands í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til Íslands. Fólkið kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í september en þau tóku ferjuna í Bergen í Noregi. Við komuna framvísuðu þau fölsuðum ítölskum persónuskilríkjum.

Innlent
Fréttamynd

Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum

Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Gat ekki varið sig sökum ölvunar

Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst ásamt konu á þrítugsaldri á karlmann við heimahús á Höfn í Hornafirði í janúar á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Unglingur sektaður fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungling til greiðslu 60 þúsund króna sektar í ríkissjóð og fórnarlambi sínu í líkamsárás samtals 130 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Olíuforstjórar ákærðir

Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.

Innlent
Fréttamynd

Síbrotamaður fékk fimm ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Garðar Garðarson í fimm ára fangelsi fyrir ýmis brot. Maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað, skjalafals, fjársvik, nytjastuld, brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlagabrot. Maðurinn rauf með brotum sínum skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur nauðgari í gæsluvarðhald

Edward Apeadu Koranteng karlmaður á þrítugsaldri, sem dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað þrettán ára stúlku í lok nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku

Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Báðust afsökunar á framferði sínu á vettvangi slyss

Nokkrir vegfarendur höfðu samband við lögregluna í Reykjavík í gær og báðust afsökunar á framkomu sinni sl. sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af skaðabótakröfu vegna slyss

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag húsasmíðameistara af ríflega 3,3 milljóna króna skaðabótakröfu byggingverkamanns sem slasaðist við störfum á vegum meistarans haustið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli

Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi í dag tvo menn fyrir utanvegaakstur og sektaði annan þeirra um 25 þúsund krónur en frestaði ákvröðun um refsingu hins um tvö ár svo framarlega sem hann heldur skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu inn 6,5 kíló af amfetamíni

Réttað var yfir tveimur Litháum í Héraðsdómi Reykjavíkur dag en þeir fluttu samtals inn til landsins sex og hálft kíló af amfetamíni í lok sumars.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás

Hæstiréttur staðfesti í dag sex ára fangelsisdóm yfir Tindi Jónssyni fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að mann vopnaður sveðju og höggvið í höfuð hans og líkama.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi og sekt fyrir ölvunarakstur og ranga skýrslugjöf

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins mánaðar fangelsi og til greiðslu 250 þúsund króna fyrir ölvunarakstur og fyrir að framvísa ökuskírteini annars manns þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Þá var hann jafnfram sviptur ökuréttindum í fimm ár.

Innlent