Ætlaði að endurheimta bíl en fékk 20 sentimetra skurð á háls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2017 16:03 Hinn kærði neitar sök en þrjú vitni til viðbótar við brotaþola og vinkonu hans staðfesta árásina. Vísir/getty Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra. Dómsmál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra.
Dómsmál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent