Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Mannréttindadómstóllinn telur að ríkið hafi brotið gegn Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni. vísir/gva Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar kaupsýslumanns og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, þegar þeir voru ákærðir fyrir skattalagabrot í svokölluðu Baugsmáli. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem dæmdi í málinu í gær. Það er niðurstaða Mannréttindadómstólsins að óheimilt hafi verið að refsa þeim Jóni Ásgeiri og Tryggva tvisvar vegna vangoldinna skatta. Annars vegar lagði yfirskattanefnd á 25 prósenta álag en síðar var þeim gerð refsing fyrir Hæstarétti.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari„Maður átti alveg eins von á þessari niðurstöðu og ástæðan fyrir þessari niðurstöðu núna er breytt framkvæmd Mannréttindadómstólsins, hvað hann telur mannréttindabrot,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. Helgi Magnús segir að Mannréttindadómstóllinn hafi fallist á þessa aðferðafræði árið 2004 í máli sem var höfðað gegn sænska ríkinu. Nú þrettán árum síðar slái hann því föstu að þessi fyrrnefnda aðferðafræði sé mannréttindabrot. Helgi Magnús segir að dómur sem Mannréttindadómstóllinn kvað upp í máli gegn rússneska ríkinu í nóvember árið 2009 hafi gefið vísbendingar um að dómstóllinn myndi komast að þeirri niðurstöðu sem hann komst að í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn íslenska ríkinu. Engu að síður hafi málið gegn þeim farið fyrir Hæstarétt og hann komist að þeirri niðurstöðu árið 2010 að rétta skyldi í því. „Hann er okkar fyrirmynd og við héldum því áfram enda ekkert annað að gera,“ segir Helgi Magnús. Enda hafi íslensk lög ekki gefið tilefni til neins annars en að halda málinu áfram. Endanleg niðurstaða Hæstaréttar varð svo að dæma Tryggva og Jón í skilorðsbundið fangelsi og til hárra sektargreiðslna. Helgi Magnús segir að dómurinn muni hafa víðtæk áhrif, en ekkert liggi fyrir um hvernig unnið verður úr þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í. Hæstiréttur Íslands eigi eftir að fella dóm þar sem hann tekur afstöðu til þess að hvaða marki þessi dómur Mannréttindadómstólsins hefur áhrif. „Það má búast við því að Hæstiréttur fylgi þessu fordæmi í meginatriðum, en við skulum átta okkur á því að dómar Mannréttindadómstólsins eru ekki bindandi fyrir Hæstarétt,“ segir hann. Þá bætir Helgi við að niðurstaðan í Baugsmálinu varði tekjuskatt einstaklinga en því hafi ekki enn verið svarað hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur á álag á virðisaukaskatt. Hæstiréttur þurfi að svara því. Helgi segir að taki Hæstiréttur mið af sjónarmiðum Mannréttindadómstólsins í næsta dómi sínum, þá komi vissulega til greina að taka þau mál upp aftur sem þegar hefur verið dæmt í. „Eiginlega er eina leiðin til þess að vinda ofan af þeim að fella dómana úr gildi og vísa málum frá að því marki sem þau stangast á við reglur mannréttindasáttmálans,“ segir Helgi, en bætir við að í ljósi þess að um nýja dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sé að ræða þurfi að svara þeirri spurningu hvenær þessi aðferðafræði sem beitt var í Baugsmálinu varð ekki í lagi. „Það eina sem við vitum er að þetta var í lagi árið 2004,“ segir Helgi.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30 Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Segir dóminn yfir Jóni Ásgeiri og Tryggva fordæmisgefandi "Það er þannig að samkvæmt þessum dómi þá hefur Jóni Ásgeiri og Tryggva verið refsað tvisvar sinnum fyrir sama atvikið,“ segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 18. maí 2017 14:30
Jón Ásgeir opnar nýjan vef þar sem hann bregst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu "Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska ríkið er dæmt fyrir brot á mannréttindum fólks að mati Mannréttindadómsstólsins. Og ef enginn axlar ábyrgð þá verður þetta ekki í síðasta skiptið.“ 18. maí 2017 13:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent