Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Stefna Isavia og vilja lægri greiðslur 

Kynnisferðir vilja að greiðslur þeirra til Isavia verði lækkaðar vegna ákvörðunar ríkisfyrirtækisins um að stöðva tímabundið gjaldtöku á fjarstæðum við Keflavíkurflugvöll. Hafi leitt til mismununar og röskunar á samkeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu

Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl.

Innlent
Fréttamynd

Neita sök í hópnauðgunarmáli

Þrír karlmenn sem ákærðir eru fyrir að nauðga ungri stúlku í höfuðborginni árið 2017 neita allir sök. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem það hefur verið þingfest.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru ummælin sem Jón Baldvin stefnir Aldísi og RÚV fyrir

Jón Baldvin Hannibalsson gerir enga fjárkröfu í stefnu á hendur dóttur sinni Aldísi Schram fyrir meiðyrði. Hann krefst þess einfaldlega að tíu ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Ummælin snúa að ásökunum um barnaníð, ólögmæta frelsissviptingu og sifjaspjell.

Innlent
Fréttamynd

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm

Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

50 milljóna króna sekt stendur

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu.

Innlent