Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. október 2019 16:38 Landsréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa reynt að drepa kærustu sína með því að berja hana ítrekað, taka hana hálstaki svo hún missti meðvitund og rist hana á hægra læri með veiðihnífi. Árásin átti sér stað 6. og 7. október en hann er sömuleiðis sakaður um að hafa nauðgað konunni. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. nóvember en Landsréttur staðfesti þann úrskurð í dag. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi reiðst mjög þegar konan tilkynnti að hún ætlaði frá honum og veist að henni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda að kvöldi sjötta október og morgni þess sjöunda. Um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. Hinn grunaði sagði við skýrslutöku lögreglu aldrei hafa lagt hendur á konu. Hann á þó að baki dóm fyrir ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu. Ætlaði að segja kærastanum upp Í greinargerð saksóknara kemur fram að málið sé rannsakað sem meint heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og tilraun til manndráps. Lögregla hafi verið kölluð út að gámunum að morgni 7. október eftir tilkynningu frá konunni. Átti hún erfitt með að tjá sig sökum eymsla í höfði en sagði þó að hinn grunaði, kærasti hennar, hafi barið hana ítrekað og nauðgað. Það hafi hún gert eftir að hún tilkynnti honum að hún ætlaði að hætta með honum. Hún hafi yfirgefið gáminn og leitað skjóls hjá nágranna. Hinn grunaði hafi reiðst, fundið hana, tekið hálstaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Hafi hún dregið hana yfir í gáminn sinn þar sem hann hafi rist grunnan skurð með hníf á hægra læri hennar. Því hafi hann séð eftir og þau farið að sofa. Manninum var ekki runnin reiðin morguninn eftir að sögn konunnar. Hann hafi hótað henni lífláti með hnífi og sagst ætla að hengja hana. Hann hafi svo ráðist á hana og barið ítrekað í höfuðið, nauðgað henni og fengið sáðlát við það. Hann hafi þá aftur veist að henni með höggum. Dæmdur fyrir ofbeldi gegn konu Í framhaldinu yfirgaf hann gáminn að sögn konunnar en hótaði henni lífláti ef hún væri ekki enn þar þegar hann sneri aftur. Konan leitaði sér hjálpar hjá öðrum nágranna og hringdi í lögreglu sem mætti á svæðið. Hinn grunaði neitaði alfarið sök við skýrslutöku hjá lögreglunni. Fullyrti maðurinn að hann hafi hvorki beitt konuna kynferðislegu ofbeldi né líkamlegu ofbeldi. Raunar segist hann aldrei á ævi sinni hafa lagt hendur á konur. Samkvæmt sakavottorði mannsins hefur hann átta sinnum verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, þar af fyrir ofbeldisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal gagna málsins eru upplýsingar frá Fangelsismálastofnun þar sem kemur fram að samkvæmt niðurstöðum á fræðilegu mati sem var unnið af stofnunni voru taldar 61 prósent líkur á að hann mundi brjóta aftur af sér innan árs frá því hann lyki afplánun. Lykilvitni ekki enn gefið skýrslu Nágrannarnir sem aðstoðuðu konuna eftir barsmíðar hins grunaða hafa enn ekki gefið skýrslu í málinu. Annar þeirra var ekki í ástandi til þess þegar lögregla hugðist ræða við hann. Hinn nágranninn er reiður lögreglu. Hann lýsir því þannig að þegar konan hafi leitað til hans vegna árása hins grunaða hafi hann fundið tvær axir og verið tilbúinn að verjast frekari árásum. Lögreglan handtók hins vegar manninn í kjölfar tilkynningar um mann með tvær axir úti á Granda. Brást nágranninn ókvæða við þegar lögreglumenn hugðust ræða við hann við rannsókn málsins.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. 8. október 2019 18:30