Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Fjórum stjórnarmeðlimum LV og varamönnum þeirra birt stefna VR

Fjórum meðlimum stjórnar Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hefur verið birt stefna VR eftir að flýtimeðferð var samþykkt í héraðsdómi í gær. Einnig var stefna birt varamönnum í stjórn og var því alls átta birt stefna auk Fjármálaeftirlitsins og Lífeyrissjóðnum sjálfum.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi tengdamóðir Sigurðar sektuð um 106 milljónir

Unnur Birgisdóttir hefur verið dæmd í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskatti né staðgreiðslu opinberra gjalda í tengslum við rekstur félagsins SS verk ehf. árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Mál VR gegn FME fær flýtimeðferð fyrir héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag að dómsmál VR gegn Fjármálaeftirlitinu hlyti flýtimeðferð. Með stefnu á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME) og Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) vill VR að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 3. júlí verði ógild. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef VR.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu dóma beðið frá MDE

Fjöldi íslenskra mála bíður afgreiðslu hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sex dómar fallið gegn Íslandi á árinu. Ekki sér fyrir endann á óvissunni sem umvafið hefur réttarkerfið síðustu misserin.

Innlent
Fréttamynd

Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik

Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna.

Innlent
Fréttamynd

Hefur viku til að stefna blaðamanni

Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin

Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis

Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Innlent