Innlent

Engin vettvangsferð að svo stöddu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verjendur gerðu kröfu um vettfangsferð til að betri skilningur fáist á aðstæðum í og við bústaðinn.
Verjendur gerðu kröfu um vettfangsferð til að betri skilningur fáist á aðstæðum í og við bústaðinn. Vísir/Vilhelm
Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu sér að svo stöddu ekki ástæðu til þess að farið verði í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaðinum.

Verjendur í málinu gerðu kröfu um að farið yrði í vettvangsferð til þess að betri skilningur fengist á aðstæðum þar. Áður hafði dómari í málinu hafnað því að farið yrði í vettvangsferð að bílaleigu í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá embætti embætti héraðssaksóknara var það niðurstaða dómara að ekki væri þörf á vettvangsferð „að svo stöddu“.

Málið varðar sem fyrr segir umfangsmikla amfetamínframleiðslu en framleiðslan var stöðvuð í aðgerð lögreglu 7. júní síðastliðinn. Sama dag var umfangsmikil kannabisframleiðsla stöðvuð í Þykkvabæ. Lögreglan hafði haft málið til rannsóknar í tæpt hálft ár eftir að grunur vaknaði um að Alvar Óskarsson, einn hinna ákærðu, stæði að umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu. 

Komu sér fyrir á sjónpóstum

Dagana fyrir handtökuna hafði lögreglu beitt rannsóknaraðferð sem hún kýs að kalla skyggingu. Er um að ræða aðgerð þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með ferðum sakborninga úr fjarska. Þar á meðal komu lögreglumennirnir sér fyrir á sjónpóstum í grennd við sumarbústaðinn í Borgarfirði og fylgdust þeir með ferðum og athæfi sakborninganna.

Þremenningarnir sem eru ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna eru fyrrnefndur Alvar og Einar Jökull Einarsson, sem báðir hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu, ásamt Margeiri Pétri Einarssyni. Þeir hafa allir neitað sök.

Sjá einnig: Ó­­væntar vendingar í máli Pól­­stjörnu­manna minna á mál Frank­líns Stein­er

Þeir eru einnig ákærðir fyrir framleiðslu á 206 kannabisplöntum í Þykkvabæ. Einar og Margeir hafa neitað sök en Alvar játaði minniháttar hlutdeild í þeirri ræktun.

Tveir karlmenn og ein kona gengust við ákærunni gegn þeim fyrir ræktun á kannabisplöntunum í síðasta mánuði og fengu skilorðsbundna dóma fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×