Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum

    Það verður risaslagur í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta en dregið var í átta liða úrslit karla og kvenna í dag. Grindavík fær þá Njarðvík í heimsókn en liðin eru í 3. og 4. sæti Domnios-deildarinnar og þau tvö efstu sem enn eru eftir í bikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálína frá fram í febrúar

    Pálína Gunnlaugsdóttir, lykilmaður Grindavíkur og besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í körfubolta undanfarin tvö tímabil, verður ekki með liðinu næstu átta til tólf vikurnar. Þetta kemur fram í frétt á Karfan.is

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálína: Ég er bara eins og gömul kona

    Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin tvö tímabil, veit ekki enn hversu alvarleg hnémeiðslin eru sem hún varð fyrir í leik á móti Ásvöllum á miðvikudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálína flutt í burtu í sjúkrabíl

    Pálína Gunnlaugsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna undanfarin tvö tímabil og núverandi leikmaður Grindavíkur, meiddist illa á hné þegar Grindavík tapaði 68-86 á móti Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Snæfell | 74-77

    Snæfell sigraði Val, 77-74, í 9. umferð Dominos-deildar kvenna í Vodafonehöllinni í kvöld. Gestirnir voru yfir allan leikinn en Valskonur hleyptu spennu í lokamínúturnar. Jaleesa Butler fékk tækifæri að jafna leikinn á lokasekúndunni en skotið geigaði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti útisigur Grindavíkurkvenna á tímabilinu

    Grindavík vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu þegar liðið heimsótti botnlið KR í DHL-höllina í kvöld í 7. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta. Grindavík hafði tapað tveimur fyrstu útileikjum tímabilsins en vann nokkuð öruggan tíu stiga sigur á Kanalausu KR-liði í Frostaskjólinu, 79-69.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hardy í miklum ham á móti Hamri

    Haukar stöðvuðu tveggja leikja sigurgöngu Hamars með því að vinna sex stiga sigur, 86-80, í Hveragerði í kvöld í 7. umferð Dominos-deild kvenna í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Langþráður sigur hjá Valskonum

    Jaleesa Butler var með þrennu þegar Valur vann níu stiga sigur á Njarðvík, 92-83, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í leik liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Butler var með 24 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Létu forskotið ekki af hendi

    Eftir svekkjandi tap gegn Grindavík í fyrstu umferð Domino´s-deildar kvenna í körfuknattleik lögðu stúlkurnar af Snæfellsnesinu Valskonur 72-60 í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

    KR og Valur verða Íslandsmeistarar í körfubolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt rétt áðan á árlegum kynningarfundi KKÍ fyrir Dominosdeildir karla og kvenna. Á kynningarfundinum var skrifað undir samstarfssamning við Stöð 2 sport um stóraukna umfjöllun um Domino's deildirnar í vetur.

    Körfubolti