Körfubolti

KKÍ og Landflutningar í samstarf

Við undirskrift samningsins
Við undirskrift samningsins Mynd/Aðsend
Landflutningar og Körfuknattleikssamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning sín á milli. Íslandsmót yngri flokka KKÍ mun bera nafn Landflutninga héðan í frá.

Landflutningar verða einn af samstarfsaðilum KKÍ með áherslu á að efla barna- og unglingastarf körfuboltans hringinn í kringum í landið og auka útbreiðslu íþróttarinnar enn frekar.

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var gríðarlega ánægður við undirritun samningsins

„Það er íþróttahreyfingunni mikilvægt að eiga öfluga bakhjarla og við hjá Körfuknattleikssambandinu erum afar ánægð og stolt að hafa nú Landflutninga með okkur í körfuboltafjölskyldunni. Landflutningar eru öflugt fyrirtæki með starfsstöðvar víðs vegar um landið,“ sagði Hannes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×