Pétur verður eftirmaður Péturs hjá Haukum Pétur Rúðrik Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka í Iceland Express-deild karla. Tekur hann við af Pétri Ingvarssyni sem hætti með liðið í síðustu viku. Körfubolti 18. nóvember 2011 09:30
Magnús og Marvin skora mest Íslendinga Íslenskir leikmenn eru ekki mjög áberandi meðal stigahæstu leikmanna Iceland Express-deildar karla í körfubolta, en sex umferðir eru nú búnar af deildinni. Enginn kemst inn á topp tíu og aðeins þrír eru á topp tuttugu ef við teljum Justin Shouse með, en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar. Körfubolti 18. nóvember 2011 07:30
KFÍ lagði Fjölni í Lengjubikarnum Einn leikur fór fram í Lengjubikar karla í kvöld þar sem KFÍ vann óvæntan sigur á Fjölni fyrir vestan. Körfubolti 16. nóvember 2011 21:23
Magnús gaf áhorfendum snakkpoka - myndir Magnús Þór Gunnarsson og félagar í körfuboltaliði Keflavíkur gáfu áhorfendum á leik sínum gegn Hamri í gær Lay's snakkpoka eins og til stóð. Körfubolti 15. nóvember 2011 14:15
Reksturinn enn jafn erfiður og áður Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum. Körfubolti 15. nóvember 2011 07:30
Magnús gefur 80 snakkpoka í kvöld Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur í körfubolta, mun í kvöld deila út 80 snakkpokum til áhorfenda á leik sinna manna gegn Hamri í Lengjubikar karla. Körfubolti 14. nóvember 2011 13:00
Enn eitt áfallið fyrir ÍR-inga - Johnson puttabrotnaði og Jarvis kallaður út ÍR-ingar urðu fyrir enn einu áfallinu í vikunni þegar Bandaríkjamaðurinn Willard Johnson puttabrotnaði illa á æfingu liðsins. Þetta er þriðja áfallið á stuttum tíma því fyrirliðinn Sveinbjörn Claessen er frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og Bandaríkjamaðurinn James Bartolotta nefbrotnaði illa í leik gegn Grindavík. Körfubolti 13. nóvember 2011 16:15
Helgi Jónas með 35 stig í sigri á Blikum Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari toppliðs Grindavíkur í Iceland Express deild karla, skoraði 35 stig í dag fyrir ÍG þegar liðið vann 95-90 sigur á Breiðabliki í 1. deild karla í körfubolta. Körfubolti 12. nóvember 2011 20:00
Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. Körfubolti 11. nóvember 2011 21:34
Njarðvíkingar lentu 16-0 undir en unnu samt í Seljaskóla Njarðvíkingar unnu ótrúlegan endurkomusigur á ÍR-ingum í Iceland Express deild karla í körufbolta í kvöld. Njarðvík vann upp sextán stiga forskot Breiðhyltinga og tryggði sér að lokum 99-95 sigur. Þetta var líka langþráður sigur hjá Njarðvíkurliðinu sem var fyrir leikinn búið að tapa þremur deildarleikjum í röð. Körfubolti 11. nóvember 2011 21:01
Grindvíkingar áfram á sigurbraut - unnu 24 stiga sigur á Haukum Grindvíkingar halda sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild karla eftir 24 stiga sigur á Haukum, 98-74, í Grindavík í kvöld. Grindavíkurliðið er þar með búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Haukar voru þarna að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem tók tímabundið við eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins. Körfubolti 11. nóvember 2011 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 90-89 Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Körfubolti 11. nóvember 2011 16:07
Ívar stýrir Haukaliðinu í Grindavík í kvöld Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar liðið fer til Grindavíkur og mætir heimamönnum í Iceland Express deild karla í kvöld. Haukar eru án þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu á þriðjudaginn var. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka. Körfubolti 11. nóvember 2011 16:00
Stjarnan - Snæfell í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld og þar með lýkur sjöttu umferð. Bein sjónvarpsútsending verður á Vísi frá Ásgarði í Garðabæ þar sem að Stjarnan og Snæfell eigast við. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður mun lýsa leiknum. Körfubolti 11. nóvember 2011 13:30
Sigurkarfa Keflvíkinga gegn Þórsurum - myndband Charles Micheal Parker var hetja Keflvíkinga í gær þegar hann tryggði liðinu sigur gegn nýliðum Þórs frá Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta. Keflvíkingar voru einu stigi undir þegar 1,36 sek voru eftir af leiknum. Arnar Freyr Jónsson tók innkast við hliðarlínu fyrir Keflavík, og sendi boltann á Parker sem gerði allt rétt og tryggði heimamönnum sigur. Körfubolti 11. nóvember 2011 12:00
Tindastóll vann sinn fyrsta sigur - sjötta tapið í röð hjá Val Tindastóll landaði í kvöld sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla þegar liðið vann 89-82 sigur á Val í Síkinu á Sauðárkróki og skildu Stólarnir þar með Valsmenn eftir stigalausa á botninum. Körfubolti 10. nóvember 2011 21:06
Frábær fjórði leikhluti færði Fjölni sigur á Íslandsmeisturum KR Fjölnir vann óvæntan 100-96 sigur á Íslandsmeisturum KR í Iceland Express deild karla í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir tryggði sér sigurinn með frábærum fjórða leikhluta sem Grafarvogspiltar unnu 30-20. Körfubolti 10. nóvember 2011 20:57
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92 Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin. Körfubolti 10. nóvember 2011 20:50
Pétur hættur með Hauka Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka í Iceland Express-deild karla, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá félaginu. Körfubolti 8. nóvember 2011 19:20
Karfan.is valdi Marvin bestan í fimmtu umferðinni Stjörnumaðurinn Marvin Valdimarsson var valinn Gatorade-leikmaður fimmtu umferðar í Iceland Express deild karla en eftir hverja umferð verðlaunar körfuboltavefsíðan karfan.is leikmann fyrir bestu frammistöðuna. Körfubolti 8. nóvember 2011 18:15
Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvölsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni. Körfubolti 7. nóvember 2011 14:45
Hverjir skoruðu mest í körfunni í kvöld? - öll úrslit kvöldsins Það var nóg af körfubolta í kvöld. Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla og þar með lauk fimmtu umferðinni. Að auki voru spilaðir fjórir leikir í 1. deild karla. Vísir hefur tekið saman öll úrslit og stigaskor leikmanna í leikjum kvöldsins. Körfubolti 4. nóvember 2011 22:04
Haukarnir unnu sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni Haukar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Expreess deild karla í vetur þegar þeir unnu 78-73 sigur á Fjölni á Ásvöllum í kvöld. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn en Haukarnir voru hinsvegar búnir að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum. Körfubolti 4. nóvember 2011 21:03
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Stjarnan 86-97 Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut. Körfubolti 4. nóvember 2011 20:57
Bartolotta snéri aftur og ÍR-ingar unnu á Króknum James Bartolotta snéri aftur í lið ÍR eftir nefbrotið fræga og hjálpaði sínum mönnum að vinna ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Síkinu á Sauðárkróki í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 4. nóvember 2011 20:46
Hvað var Magnús að gera með snakkpoka á bekknum í gær? Ótrúleg uppákoma átti sér stað í leik KR og Keflavíkur í gær sem gerði viðstadda kjaftstopp. Þá sást til Magnúsar Gunnarssonar, leikmanns Keflavíkur, fá sér snakk á bekknum í miðjum leik. Körfubolti 4. nóvember 2011 14:30
Keflvíkingar nýttu ekki síðustu sóknina og KR slapp með sigur - myndir KR vann eins stigs sigur á Keflavík, 74-73, í Iceland Express deild karla í körfubolta í gær og er því áfram í öðru sæti deildarinnar. KR er búið að vinna alla þrjá heimaleiki sína í deildinni til þessa. Körfubolti 4. nóvember 2011 08:00
Grindvíkingar með fimm sigra í fimm leikjum - myndir Grindvíkingar eru áfram einir á toppnum í Iceland Express deild karla eftir 83-73 sigur á nýliðum Vals í Vodfone-höllinni í gærkvöldi. Grindavíkurliðið er búið að vinna fimm fyrstu deildarleiki sína á tímabilinu. Körfubolti 4. nóvember 2011 07:00
Leikur KR og Keflavíkur í heild sinni á Vísir Íslandsmeistaralið KR sigraði Keflavík með minnsta mun, 74-73, í miklum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfuknatteik í kvöld. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshlutanum á Vísir en lokakafli leiksins var æsispennandi. Valtýr Björn Valtýsson lýsti leiknum en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá körfuboltaleik á íþróttahluta Vísis. Körfubolti 3. nóvember 2011 23:06
Páll Axel: Þetta endar með góðu kjaftshöggi „Þetta var heppnissigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 3. nóvember 2011 22:29