Körfubolti

Skallagrímur vann á flautukörfu

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Skallagrímur vann góðan sigur á Njarðvík á heimavelli en fjórir leikir fóru fram í Domino's-deild karla í kvöld.

KR hafði betur gegn Tindastóli en nánar er fjallað um leikinn hér.

Þá vann Grindavík góðan sigur á Snæfelli á heimavelli, 110-102, og er fjallað um leikinn hér.

Stjarnan vann Keflavík, 101-83, á heimavelli í kvöld en lesa má um leikinn hér.

Í Borgarnesi voru heimamenn undir í hálfleik gegn Njarðvíkingum. Leikmenn Skallagríms voru þó öflugir í þriðja leikhluta sem þeir unnu með 23 stigum gegn ellefu.

Staðan var svo jöfn, 74-74, en Carlos Medlock tryggði Skallagrími sigur með því að setja niður þrist um leið og leiktíminn rann út.

Medlock skoraði sautján stig fyrir Skallagrím en Haminn Quaintance kom næstur með sextán stig og Páll Axel Vilbergsson skoraði fimmtán.

Hjá Njarðvík var Jeron Belin stigahæstur með 24 stig en Elvar Már Friðriksson skoraði 20.

Skallagrímur-Njarðvík 77-74 (13-21, 18-17, 23-11, 23-25)

Skallagrímur: Carlos Medlock 17, Haminn Quaintance 16/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Jónsson 12/5 fráköst, Trausti Eiríksson 7/6 fráköst, Sigmar Egilsson 5, Hörður Helgi Hreiðarsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2.

Njarðvík: Jeron Belin 24/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Marcus Van 14/18 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 8/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 2/5 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×