Körfubolti

Marvin með stórleik í sigri Stjörnunnar | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjarnan er enn með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Keflvíkingu á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld, 101-83. Keflvíkingar eru þó enn án stiga eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins.

Keflavík náði forsytunni um miðjan fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi eftir það, þó svo að Keflvíkingar hafi aldrei verið langt undan. Staðan í hálfleik var 49-38, Stjörnumönnum í vil.

Marvin Valdimarsson fór mikinn í leiknum og skoraði 31 stig, auk þess að taka átta fráköst. Justin Shouse átti einnig góðan leik og skoraði 27 stig en hann tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Sex leikmenn skoruðu minnst tíu stig fyrir Keflavík en stigahæstur var Kevin Glitner með fjíortán stig. Hann tók sjö fráköst í leiknum. Magnús Þór Gunnarsson, Darrel Lewis og Michael Graion skoruðu tólf stig hver.

Stjarnan-Keflavík 101-83 (27-16, 22-22, 24-23, 28-22)

Stjarnan: Marvin Valdimarsson 31/8 fráköst, Justin Shouse 27/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 10/8 fráköst, Jovan Zdravevski 9/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 8, Brian Mills 7/9 fráköst/3 varin skot, Björn Kristjánsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 2, Guðjón Lárusson 1, Sæmundur Valdimarsson 1.

Keflavík: Kevin Giltner 14/7 fráköst, Michael Graion 12, Magnús Þór Gunnarsson 12/7 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 10/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 10/6 fráköst, Andri Daníelsson 6/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4, Ragnar Gerald Albertsson 3.

Mynd//Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×