Körfubolti

Páll Axel nær tvöfaldaði verðmæti sitt í Draumaliðsleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson.
Páll Axel Vilbergsson. Mynd/Stefán
Þeir sem höfðu vit á því að velja Pál Axel Vilbergsson í draumalið sín uppskáru heldur betur eftir fyrstu leiki Dominos-deildar karla í gær. Pál Axel fór nefnilega á kostum í fyrsta leik sínum með Skallagrími og skoraði 45 stig á móti KFÍ.

KKÍ og Domino's hafa sett af stað Draumaliðsdeild í Domino's deildunum og geta aðdáendur íslensk körfubolta valið sér leikmenn úr deildinni og sett í lið, og þar með safnað stigum í vetur og keppt um verðlaun í lok tímabils. Einnig er hægt að stofna einkadeildir og keppa gegn vinum.

Páll Axel nær tvöfaldaði verðmæti sitt í leiknum því menn gátu keypt hann á 56 draumaleikskrónur fyrir leikinn en nú kostar hann 98 krónur.

Pall Axel fékk 36 framlagsstig fyrir leikinn á móti KFÍ en hann skoraði 45 stig á 40 mínútum í leiknum og hitti úr 16 af 28 skotum sínum. Pall Axel skoraði 5 þriggja stiga körfur í Jakanum í gær og minnti heldur betur á sig eftir rólegt tímabil í Grindavík í fyrra.

Páll Axel sem er orðinn 34 ára gamall kom inn af bekknum með Grindavík í fyrra og var þá með 9,7 stig að meðaltali í leik á Íslandsmótinu en hann skorað síðast yfir 20 stig að meðaltali tímabilið 2009-2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×