Körfubolti

Sá yngsti byrjar vel í Dominsodeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson.
Hjalti Þór Vilhjálmsson. Mynd/Vilhelm
Hjalti Þór Vilhjálmsson er yngsti þjálfari Dominosdeildar karla í körfubolta í vetur enda verður hann ekki þrítugur fyrr en í apríl á næsta ári. Hjalti er að stíga sín fyrstu spor sem aðalþjálfari í úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að hann byrji vel.

Fjölnismenn hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Grafarvogsliðið vann sannfærandi 28 stiga sigur á KFÍ, 95-67, á Ísafirði í gær. Árni Ragnarsson var með 22 stig og 12 fráköst og hefur því náð flottri tvennu (19 og 13 á móti KR) og +20 í framlagi í tveimur fyrstu leikjunum.

Þetta er besta byrjun Fjölnisliðsins í úrvalsdeild í átta ár eða síðan að Benedikt Guðmundsson stýrði liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjum félagsins í efstu deild 2004-2005.

Fjölnir hafði ekki náð að vinna leik í fyrstu tveimur umferðunum í fimm ár eða síðan liðið vann annan af tveimur leikjum sínum í fyrstu tveimur umferðunum 2007-08.

Byrjanir Fjölnisliðsins síðustu árin

2012-13 - 2 sigrar - 0 töp (100%)

2011-12 - 0 sigrar - 2 töp (0%)

2010-11 - 0 sigrar - 2 töp (0%)

2009-10 - 0 sigrar - 2 töp (0%)

2008-09 - Ekki í deildinni (1.deild)

2007-08 - 1 sigur - 1 tap (50%)

2006-07 - 0 sigrar - 2 töp (0%)

2005-06 - 1 sigur - 1 tap (50%)

2004-05 - 2 sigrar - 0 töp (100%)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×