Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. Lífið 18. september 2022 21:42
Segja niðurskurðinn brjóta í bága við kvikmyndastefnu stjórnvalda Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda. Innlent 16. september 2022 20:22
Unga fólkið fyllti Smárabíó á frumsýningu Abbababb Söng- og dansmyndin Abbababb var frumsýnd með pompi og prakt í Smárabíói í gær. Myndin er fyrir alla fjölskylduna og voru því börn í miklum meirihluta á meðal áhorfenda. Myndin var frumsýnd í nokkrum sölum samtímis. Lífið 16. september 2022 15:01
Ævi og ferill Whitney Houston til sýnis í væntanlegri kvikmynd Fyrsta stikla kvikmyndarinnar „I Wanna Dance With Somebody“ sem byggð er á lífi og starfi söngkonunnar Whitney Houston hefur litið dagsins ljós. Í stiklunni má sjá búta af leiðinni sem Houston fór að þeirri gríðarlegu frægð sem umkringdi feril hennar og mikilvæg augnablik úr hennar einkalífi. Bíó og sjónvarp 15. september 2022 18:12
Spartverjar á Íslandi Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss. Bíó og sjónvarp 15. september 2022 14:24
Brosið stirðnar á andlitum bíófólks Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið. Viðskipti innlent 15. september 2022 14:10
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. Lífið 14. september 2022 20:01
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. Innlent 14. september 2022 14:28
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. Innlent 14. september 2022 06:59
Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. Bíó og sjónvarp 13. september 2022 10:44
Zendaya, Jung-jae, Lizzo og Keaton sigursæl í gær Í nótt fór Emmy-verðlaunahátíðin fram í 74. skiptið. Það var grínistinn Kenan Thompson sem sá um að kynna hátíðina sem var haldin í Microsoft-leikhúsinu í Los Angeles. Bíó og sjónvarp 13. september 2022 06:49
Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. Bíó og sjónvarp 12. september 2022 09:40
True Detective verður stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar Gert er ráð fyrir að tökur á fjórðu þáttaröð bandarísku sjónvarpsþáttanna True Detective muni taka níu mánuði og framleiðslukostnaður verði um níu milljarðar króna. Viðskipti innlent 11. september 2022 18:41
Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. Bíó og sjónvarp 11. september 2022 14:00
Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. Bíó og sjónvarp 11. september 2022 08:32
Stikla fyrir nýja „Knives Out“ ráðgátu: Benoit Blanc er mættur aftur Ný stikla hefur litið dagsins ljós vegna nýju „Knives Out“ kvikmyndarinnar. Myndin er í leikstjórn Rian Johnson. Bíó og sjónvarp 9. september 2022 23:56
Rauðar varir á frumsýningu íslensku hrollvekjunnar It Hatched Íslenska hrollvekjugamanmyndin It Hatched var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin hefur nú þegar hlotið góða gagnrýni erlendis eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Lífið 8. september 2022 15:30
Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins „Myndin upphefur þessar undarlegu hrollvekjur og B-myndir en í senn gerir grín af minnum hefðarinnar,“ segir leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bent Kingo Andersen um hrollvekju gamanmyndina It hatched. Myndin verður forsýnd hér á landi í dag. Bíó og sjónvarp 7. september 2022 15:01
Hugleikur Dagsson fer af stað með nýtt hlaðvarp Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur. Lífið 7. september 2022 12:50
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7. september 2022 09:04
Hljóta heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn Kvikmyndaleikstjórarnir Albert Serra og Alexandre O. Philippe fá heiðursverðlaun RIFF í ár. Leikstjórarnir tveir verða staddir á Íslandi við upphaf hátíðarinnar þann 29. september, en hún stendur til 9. október. Bíó og sjónvarp 6. september 2022 11:54
Anchorman og aðrar klassískar bíómyndir lifna við hjá Stöð 2 Stöð 2 frumsýndi í gær metnaðarfulla auglýsingu þar sem hitað er upp fyrir haustdagskrá stöðvarinnar. Leitað var í smiðju streymisveitunnar Stöðvar 2+ og nokkur fræg atriði úr bíómyndum sem þar eru að finna endurgerð. Lífið 6. september 2022 07:00
RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó. Bíó og sjónvarp 5. september 2022 16:30
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. Bíó og sjónvarp 5. september 2022 14:21
Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent. Bíó og sjónvarp 3. september 2022 14:02
Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. Lífið 1. september 2022 15:38
Munu standa að gerð Áramótaskaupsins í ár Dóra Jóhannsdóttir mun leikstýra Áramótaskaupinu í ár og Saga Garðarsdóttir verður yfirhöfundur þess. Bíó og sjónvarp 1. september 2022 11:02
Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. Bíó og sjónvarp 31. ágúst 2022 15:31
Skiptir miklu að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður er að gera Tinna Proppé, framleiðandi hjá Saga Film, segir starfið sitt ólíkt öllum öðrum störfum undir sólinni. Atvinnulíf 31. ágúst 2022 07:00
Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. Bíó og sjónvarp 30. ágúst 2022 13:58