Netflix og HBO vildu líka gera þætti úr söguheimi Tolkiens Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2022 15:54 Amazon Forsvarsmenn Netflix og HBO leituðu til þeirra sem fara með stjórn bús Tolkien-fjölskyldunnar og kynntu hugmyndir þeirra um sjónvarpsþætti úr söguheimi JRR Tolkien. Þeim tillögum var hafnað áður en Amazon fékk leyfi til að gera þættina Rings of Power. Þetta kemur fram í grein Hollywood Reporter þar sem rætt var ítarlega við þá McKay og J.D. Payne en þeir stýra framleiðslu Amazon á ROP. Amazon tilkynnti nýverið að tökur fyrir aðra þáttaröð væru hafnar. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að tillaga HBO hafi í stuttu máli snúist um að endursegja Hringadróttinssögu í formi sjónvarpsþátta. Eigendur bús Tolkiens hafa að mörgu leyti verið ósáttir við þríleik Peters Jackson (Christopher Tolkien, sonur JRR, gagnrýndi myndir Jacksons harðlega) en voru þrátt fyrir það ekki tilbúnir til að feta þær slóðir aftur. Netflix lagði til að gera nokkra mismunandi þætti. Einn átti að vera um Gandalf og annar átti að vera dramaþáttur um Aragorn. Það leyst Tolkien-liðum illa á. Buðu sæti við borðið HR segir að það sem hafi gert mismuninn hjá Amazon, fyrir utan þá væntanlegu stjarnfræðilegu upphæð sem fyrirtækið greiddi búinu, hafi verið það að forsvarsmönnum búsins lofað að þeir fengju að koma að framleiðslunni. Starfað yrði með þeim og að þeir myndu fá sæti við borðið. Hér er vert að taka fram að enn liggur ekki fyrir hve mikið Amazon greiddi búin fyrir leyfi til að gera þættina en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt það vera 250 milljónir dala. Þættirnir eru þeir dýrustu sem hafa verið framleiddir í sögu sjónvarpsins. Gagnrýnendur hafa tekið þáttunum mjög vel og áhorf á þá hefur mælst gott. Þættirnir hafa þó fengið útreið á vefsvæðum þar sem áhorfendur gefa þeim einkunn. Þá heift sem beinst hefur að þáttunum má að miklu leyti rekja til trölla og hefur hún borði keim rasisma og kvennhaturs. Bíó og sjónvarp Amazon Netflix Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Þetta kemur fram í grein Hollywood Reporter þar sem rætt var ítarlega við þá McKay og J.D. Payne en þeir stýra framleiðslu Amazon á ROP. Amazon tilkynnti nýverið að tökur fyrir aðra þáttaröð væru hafnar. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að tillaga HBO hafi í stuttu máli snúist um að endursegja Hringadróttinssögu í formi sjónvarpsþátta. Eigendur bús Tolkiens hafa að mörgu leyti verið ósáttir við þríleik Peters Jackson (Christopher Tolkien, sonur JRR, gagnrýndi myndir Jacksons harðlega) en voru þrátt fyrir það ekki tilbúnir til að feta þær slóðir aftur. Netflix lagði til að gera nokkra mismunandi þætti. Einn átti að vera um Gandalf og annar átti að vera dramaþáttur um Aragorn. Það leyst Tolkien-liðum illa á. Buðu sæti við borðið HR segir að það sem hafi gert mismuninn hjá Amazon, fyrir utan þá væntanlegu stjarnfræðilegu upphæð sem fyrirtækið greiddi búinu, hafi verið það að forsvarsmönnum búsins lofað að þeir fengju að koma að framleiðslunni. Starfað yrði með þeim og að þeir myndu fá sæti við borðið. Hér er vert að taka fram að enn liggur ekki fyrir hve mikið Amazon greiddi búin fyrir leyfi til að gera þættina en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt það vera 250 milljónir dala. Þættirnir eru þeir dýrustu sem hafa verið framleiddir í sögu sjónvarpsins. Gagnrýnendur hafa tekið þáttunum mjög vel og áhorf á þá hefur mælst gott. Þættirnir hafa þó fengið útreið á vefsvæðum þar sem áhorfendur gefa þeim einkunn. Þá heift sem beinst hefur að þáttunum má að miklu leyti rekja til trölla og hefur hún borði keim rasisma og kvennhaturs.
Bíó og sjónvarp Amazon Netflix Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira