Regnskógarpíslir Gibsons Stórmyndin Apocalypto eftir Mel Gibson verður frumsýnd á Íslandi í dag. Hér hverfur hann aftur um 500 ár eða svo og segir blóði drifna sögu um ástir og örlög þegar hillir undir lok hinnar fornu menningar Maja. Gibson tók Apocalypto upp í regnskógum Mexíkó og gaf sig, eins og áður, allan í verkið. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 12:30
Fékk stjörnuglampa í augun Jörundur Ragnarsson hefur verið ráðinn í stórt hlutverk í sjónvarpsþáttunum Næturvaktin við hlið Jóns Gnarr og Pétur Jóhans Sigfússonar en þættirnir gerast á bensínstöð í Reykjavík þar sem Jón og Pétur ráða ríkjum. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 11:30
Endurlit og framsýni Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli sínu í dag en það er eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Leikfélagið starfaði óslitið í Iðnó við Vonarstræti þar til árið 1989 er öll starfsemi félagsins fluttist í Borgarleikhúsið sem Reykjavíkurborg byggði í samvinnu við félagið sem nú annast rekstur þess. Tilgangur félagsins var og er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 11:15
Blekkingar Nolans Leikstjórinn Christopher Nolan er með áhugaverðari leikstjórum sem starfar í Hollywood um þessar mundir og þó hann sé aðeins 37 ára gamall hefur hann fest sig rækilega í sessi með myndunum Memento, Insomnia og ekki síst Batman Begins þar sem hann færði leikaranna Christian Bale í búning Leðurblökumannsins og blés nýju lífi í þessa fornfrægu myndasöguhetju. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2007 10:00
Stórskotalið leikara í Legi Stórskotalið yngri kynslóðar leikara kom saman í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem fyrsti samlestur á söngleiknum Leg eftir Hugleik Dagsson fór fram. Verkið fjallar um örlög óléttu unglingsstúlkunnar Kötu í Garðabæ framtíðarinnar, en hlutverk hennar er í höndum Dóru Jóhannsdóttur. Hugleikur var hæstánægður með útkomuna. Bíó og sjónvarp 10. janúar 2007 15:00
Ný dönsk glæpasería byrjar Ný dönsk glæpasería hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á DR1 - Forbrydelsen – Glæpurinn – heitir hún og mun skemmta dönskum sjónvarpsáhorfendum næstu mánuði en þættirnir verða tuttugu að tölu og eru á dagskrá á sunnudagskvöldum á besta tíma á DR1. Bíó og sjónvarp 10. janúar 2007 12:00
Leikstýrir Avatar Leikstjórinn M. Night Shyamalan ætlar að gera kvikmynd byggða á hinni vinsælu teiknimyndaseríu Avatar: The Last Airbender. Bíó og sjónvarp 10. janúar 2007 11:45
Mel Gibson frumsýnir Nýjasta myndin frá Mel Gibson APOCALYPTO verður frumsýnd á föstudaginn 12. janúar í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2007 15:36
Stiller enn efstur Gamanmyndin Night at the Museum með Ben Stiller í aðalhlutverki hélt toppsæti sínu á bandaríska aðsóknarlistanum um síðustu helgi og hefur hún alls setið þar í þrjár vikur. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2007 15:30
Bridget verður frú Potter Reneé Zellweger leikur breska konu í kvikmyndinni Miss Potter sem er væntanleg í bíó. Zellweger lék einnig breska konu í Bridget Jones"s Diary og virðist vera orðin sérfræðingur í þess háttar hlutverkum. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2007 10:00
Stranger than Fiction - fjórar stjörnur Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2007 00:01
Söngleikurinn Um miðja nótt Á gamlárskvöld var frumsýndur nýr danskur söngleikur, Midt om natten. Midt om natten var hljómplata sem kom út þann 24. nóvember 1983 og er mest selda plata í sögu Danmerkur. Talið er að hún finnist enn á meira en tíunda hverju heimili í Danmörku. Bíó og sjónvarp 3. janúar 2007 15:45
Óperan blómstrar á Dokkeyju Óperuunnendur á Íslandi eiga styst með að skjótast erlendis til að njóta óperulistarinnar – í það minnsta þangað til Íslenska óperan setur Rake Progress eftir Stravinsky á svið 9. febrúar - Flagara í framsókn kalla þeir við Ingólfsstrætið verkið. Bíó og sjónvarp 3. janúar 2007 12:30
Hatturinn passar ennþá Fjórða myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, er væntanleg í kvikmyndahús í maí á næsta ári. Bíó og sjónvarp 3. janúar 2007 10:00
Neitaði að læra leiklist Justin Timberlake neitaði að fara í leiklistartíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Alpha Dog. Þess í stað ákvað hann að notast alfarið við þá þjálfun sem hann fékk sem krakki. Söngvarinn kunni leikur mann sem ásakaður er um að myrða táninga. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2007 12:30
Gera stuttmynd um miðaldra mann sem fær sér kúrekastígvél Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, nemi í kvikmyndaleikstjórn og handritsgerð við Columbia University í New York, er að vinna að spennandi verkefni um þessar mundir. Nú í janúar hefjast tökur á stuttmynd í leikstjórn Hafsteins en höfundur handrits er Huldar Breiðfjörð sem einnig er við kvikmyndanám í New York. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2007 11:30
Craig sigurvegari ársins Þrátt fyrir hrakspár aðdáanda leyniþjónustmannsins James Bond er það Daniel Craig sem stendur uppi með pálmann í höndunum. Bíó og sjónvarp 31. desember 2006 10:00
Sagan af Ágirnd frá 1952 Í dag kl. 14.40 verður Viðar Eggertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu. Bíó og sjónvarp 30. desember 2006 15:30
Leitin að Maríu og öðrum stjörnum Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh. Bíó og sjónvarp 30. desember 2006 13:30
Lítil sál týnd í tveim heimum Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld leikinn Ófagra veröld eftir skoska leikskáldið Antony Neilson en hann hefur á undanförnum misserum átt nokkrum vinsældum að fagna meðal leikhúsfólks. Bíó og sjónvarp 29. desember 2006 13:30
Gæðin tryggð á Grænu ljósi Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði. Bíó og sjónvarp 29. desember 2006 10:30
Dulir um efnistök Skaupsins „Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. „Þetta er ekkert leggjast-í-gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekkert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“ Bíó og sjónvarp 29. desember 2006 06:00
Skáldað íslenskt sakamál Spennumyndin Köld slóð verður frumsýnd á morgun. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Björns Brynjúlfs Björnssonar í fullri lengd en hún fjallar um blaðamann sem flækist óvænt í morðmál sem snertir fortíð hans. Björn samdi söguna en Kristinn Þórðarson skrifaði handritið og þeir félagar unnu verkið náið saman og tóku sér fjögur ár í handritsvinnuna. Bíó og sjónvarp 28. desember 2006 14:00
Rocky slær frá sér Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið. Bíó og sjónvarp 28. desember 2006 13:00
Lyginni líkast Kvikmyndin Stranger Than Fiction með Will Ferell, Emmu Thompson og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum verður frumsýnd hér á landi á nýársdag. Hér segir frá skattheimtumanninum Harold Cricket (Ferrell) hvers tilveru er kollvarpað þegar hann byrjar að heyra kvenmannsrödd lýsa öllum hans gjörðum í minnstu smáatriðum og til að bæta gráu ofan á svart lýsir hún því að dauði hans sé yfirvofandi. Bíó og sjónvarp 28. desember 2006 11:30
Framtíð mannkyns í húfi Kvikmyndin Children of Men, eða Mannanna börn, með Clive Owen og Julianne Moore í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld í Sambíóunum. Um er að ræða spennutrylli sem gerist í náinni framtíð, árið 2027 nánar tiltekið. Bíó og sjónvarp 28. desember 2006 10:00
Ekki enn smitast af fálkaveikinni Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson vinna þessa dagana að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Í meira en fjögur þúsund ár hefur maðurinn látið heillast af fálkum. Bíó og sjónvarp 28. desember 2006 09:30
Bakkynjur - Þrjár stjörnur Gefum okkur að tvö þúsund og fimm hundruð ára leiktexti rati beint í hjarta okkar tíma, álitaefni um uppreisn kvenna gegn valdi karla gildi enn; ölvun og æði kvenna á opinberum svæðum við borgarmúrana eigi sér einhverja samsvörun í okkar tíðaranda; gamlir menn láti enn heillast af tískubylgjum og gangi á fjöll skreyttir blómum; sterkir valdsmenn láti heillast af ungum stæltum skrokkum karlmanna jafnt sem mjúkum línum þeirra óreyndu; í heimi okkar takist enn á sundrungaröfl lausungarinnar og ábyrg afstaða hlýðni og heilinda. Bíó og sjónvarp 28. desember 2006 00:01
Tarantino í tölvuna Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. Bíó og sjónvarp 21. desember 2006 16:45
Sterk blanda styrkt um 37 milljónir Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Bíó og sjónvarp 18. desember 2006 16:30