Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Daimler sektað um 140 milljarða

Daimler, móðurfyrirtæki Merc­edes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna.

Bílar
Fréttamynd

10 milljónir Mini-bíla framleiddar

Starfsmenn breska bílaframleiðandans Mini fögnuðu þeim áfanga fyrr í þessum mánuði að framleiddur var 10 milljónasti Mini-bíllinn í verksmiðju Mini í Oxford.

Bílar
Fréttamynd

Range Rover fær BMW-vél

Jaguar Land Rover og BMW hafa staðfest víðtækt samstarf um kaup JLR á BMW-vélum og sameiginlega þróun á rafmagnsdrifrásum.

Bílar
Fréttamynd

Bílaframleiðsla í Bretlandi féll um 20%

Framleiðsla bíla í Bretlandi, sem hefur verið í miklum blóma á undanförnum árum, er nú mjög á undanhaldi og féll um heil 20% á fyrri helmingi þessa árs borið saman við sama tíma í fyrra. Júní var þrettándi mánuðurinn í röð sem bílaframleiðsla minnkar í Bretlandi.

Bílar
Fréttamynd

Fá rafmagnið úr bæjarlæknum

Bændurnir í Fagradal í Mýrdal nota bæjarlækinn til að knýja heimilisbílinn. Hann er nefnilega rafmagnsbíll og orkan kemur frá lítilli heimarafstöð.

Innlent
Fréttamynd

Tólf starfsmönnum sagt upp hjá Heklu

Bílaumboðið Hekla sagði í dag upp tólf starfsmönnum. Uppsagnirnar eru þvert á deildir í fyrirtækinu en Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir að ástæða uppsagnanna sé samdráttur í bílasölu síðustu misseri.

Viðskipti innlent