Viðskipti innlent

40 prósent niðursveifla í sölu nýrra bíla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umsvif með notaða bíla hefur minnkað um 12% það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra.
Umsvif með notaða bíla hefur minnkað um 12% það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm
Það sem af er ári hafa verið fluttir inn 9500 fólksbílar samanborið við 15700 á sama tíma í fyrra. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag. Samdrátturinn nemur tæplega 40 prósentum.

Tekið er fram að um er að ræða nýskráningar allra fólksbíla og því eru kaup fyrirtækja eins og bílaleiga einnig inni í tölunum.

Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri hjá Bílagreinasambandinu, segir að hafa verði í huga að síðustu þrjú ár séu á meðal fimm stærstu bílasöluárum sögunnar hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×