214 gerðir rafmagns- og tengiltvinnbíla verða í boði árið 2021 Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Rafmagnsbíll í hleðslu. Stöð 2 Svo hröð er þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem að hluta eru drifnir áfram af rafmagni að búist er við því að bílkaupendur geti valið á milli 214 gerða slíkra bíla árið 2021. Það er 60% meira úrval en við lok síðasta árs. Þessar tölur koma frá European Federation for Transport and Environment og eru byggðar á rannsóknum frá IHS Markit. Ef þessi könnun er nærri lagi getur fólk í bílahugleiðingum valið á milli 92 hreinræktaðra rafmagnsbíla og 118 tengiltvinnbíla árið 2021. Enn fremur sýnir þessi könnun að árið 2025 verða 22% nýrra bílgerða með rafmagnstengi. Mesta framleiðsla þessara bíla í Evrópu verður í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem þau eru stærstu lönd álfunnar, reyndar ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka búist við að 16 stórar rafhlöðuverksmiðjur verði starfræktar í Evrópu. Lúxusbílamerkin taka ekki síður þátt í þessari rafbílavæðingu og sífellt fjölgar þeim bílamerkjum sem bætast í hóp þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent
Svo hröð er þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem að hluta eru drifnir áfram af rafmagni að búist er við því að bílkaupendur geti valið á milli 214 gerða slíkra bíla árið 2021. Það er 60% meira úrval en við lok síðasta árs. Þessar tölur koma frá European Federation for Transport and Environment og eru byggðar á rannsóknum frá IHS Markit. Ef þessi könnun er nærri lagi getur fólk í bílahugleiðingum valið á milli 92 hreinræktaðra rafmagnsbíla og 118 tengiltvinnbíla árið 2021. Enn fremur sýnir þessi könnun að árið 2025 verða 22% nýrra bílgerða með rafmagnstengi. Mesta framleiðsla þessara bíla í Evrópu verður í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem þau eru stærstu lönd álfunnar, reyndar ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka búist við að 16 stórar rafhlöðuverksmiðjur verði starfræktar í Evrópu. Lúxusbílamerkin taka ekki síður þátt í þessari rafbílavæðingu og sífellt fjölgar þeim bílamerkjum sem bætast í hóp þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent