Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Blikar minnkuðu forskot Víkinga Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Stjarnan hafi skapað urmul af færum í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 21. maí 2024 22:00
„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. Sport 21. maí 2024 21:52
„Þurftum bara að skerpa á nokkrum hlutum“ Haukur Páll Sigurðsson stýrði liði Vals í kvöld gegn HK í Bestu deild karla í fótbolta þar sem Arnar Grétarsson tekur út leikbann. Unnu Valsmenn leikinn 1-2 í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar. Íslenski boltinn 21. maí 2024 21:46
Uppgjörið og viðtöl: Fram 1-1 ÍA | Dýrkeypt klikk í lokin Fram og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Uppgjör og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 21. maí 2024 21:40
Uppgjör: HK - Valur 1-2 | Þriðji sigur Vals í röð HK tók á móti Val í 7. umferð Bestu deildar karla í fótbolta en bæði lið höfðu unnið síðustu tvo leiki sína. Leikurinn var fínasta skemmtun og skoraði Arnþór Ari Atlason eitt af furðulegri mörkum sumarsins fyrir HK en Jónatan Ingi Jónsson tryggði Val sigurinn. Íslenski boltinn 21. maí 2024 21:05
Valsmenn hafa unnið alla deildarleiki sína við HK frá hruni 17. ágúst 2008. Það er í síðasta skiptið sem HK náði í stig á móti Valsmönnum í efstu deild karla í fótbolta. HK-ingar reyna að breyta því í kvöld. Íslenski boltinn 21. maí 2024 15:01
Sjáðu umdeilda vítið sem KR fékk og öll mörkin úr Bestu í gær Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar sjöunda umferðin hófst og þar fögnuðu Víkingar, KR-ingar og KA-menn góðum sigrum. Nú má sjá mörkin fjórtán úr leikjunum þremur hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 21. maí 2024 09:02
Tel að ég geti hjálpað liðinu að ná í fleiri sigra Aron Sigurðarson, leikmaður KR, var að vonum ánægður með sigur liðsins gegn FH þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum. Aron kom KR yfir með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik en það var hans fyrsta mark fyrir KR í deildinni. Íslenski boltinn 20. maí 2024 20:01
Uppgjör og viðtöl: KA-Fylkir 4-2 | Fyrsti sigur Akureyringa í hús KA sótti sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta með 4-2 sigri á Fylki fyrir norðan í dag. Heimamenn leiddu 3-0 í hálfleik en Fylkismenn gengu á lagið í þeim síðari og úr varð opinn og skemmtilegur leikur. Íslenski boltinn 20. maí 2024 19:45
„Okkar langar rosalega að klífa upp töfluna“ Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA, var eðlilega létt eftir að KA nældi í sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta eftir brösulega byrjun á tímabilinu. Íslenski boltinn 20. maí 2024 19:30
Uppgjör, viðtöl og myndir: FH-KR 1-2 | KR-ingar á sigurbraut eftir hark í Hafnafirði FH tók á móti KR í Kaplakrika í 7. umferð Bestu deildar karla. Eftir afar kaflaskiptar 90 mínútur fór svo að lokum að KR vann 2-1 sigur. Íslenski boltinn 20. maí 2024 18:55
„Hann þekkir mig örugglega betur en ég sjálfur“ Eftir að hafa þurft að dúsa á varamannabekknum í síðustu umferð kom Danijel Dejan Djuric til baka af krafti í 4-1 útisigri Víkings gegn Vestra. Danijel átti frábæran leik, skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað sett það þriðja en var tekinn af velli. Íslenski boltinn 20. maí 2024 16:58
Uppgjörið: Vestri-Víkingur 1-4 | Öruggur meistarasigur gegn nýliðunum Vestri tók á móti Víkingi á AVIS vellinum í Laugardal í 7. umferð Bestu deildar karla. Víkingar fóru þar með afar öruggan 1-4 sigur. Íslenski boltinn 20. maí 2024 13:30
„Rúnar skilur fótbolta og skilur fólk“ Kyle McLagan, sem hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar, ber Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, afar vel söguna. Íslenski boltinn 20. maí 2024 11:00
Hefur fest rætur á Íslandi eftir örlagaríkt símtal Eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Kyle McLagan verið einn besti leikmaður Bestu deildar karla í sumar. Hann hefur verið sem klettur í vörn Fram sem er óþekkjanleg frá fyrri árum. Kyle kom fyrst hingað til lands í hálfgerðu bríaríi fyrir nokkrum árum en hefur fest rætur á klakanum og nýtur lífsins hér. Íslenski boltinn 20. maí 2024 09:02
Illa orðað samningsákvæði varð KA að falli Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum. Íslenski boltinn 15. maí 2024 11:05
Albert gáttaður á Lárusi Orra: „Hvað meinarðu? Hvað er í gangi hérna?“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru ekki alltaf sammála og voru það svo sannarlega ekki þegar þeir fjölluðu um leik Víkings og FH í Bestu deild karla í Stúkunni á mánudaginn. Íslenski boltinn 15. maí 2024 10:01
KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag. Íslenski boltinn 14. maí 2024 15:06
„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. Íslenski boltinn 14. maí 2024 10:30
„Búinn að vera tilfinningarússibani“ Fótboltamaðurinn Jón Guðni Fjóluson hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og náði í gær að komast aftur á völlinn eftir langt hlé. Íslenski boltinn 14. maí 2024 08:00
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. Íslenski boltinn 14. maí 2024 07:32
Sjáðu rauðu spjöld KR-inga, mark beint úr horni og öll hin mörkin í gær Víkingur, Breiðablik og HK fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar þrír síðustu leikirnir fóru fram í sjöttu umferðinni. Nú má sjá mörkin úr þessum leikjum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 13. maí 2024 09:00
„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“ Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Fótbolti 12. maí 2024 22:38
„Það er eitt að vera góður og annað að fá eitthvað fyrir það“ Víkingur batt enda á sigurgöngu FH með 2-0 sigri í toppslag deildarinnar í kvöld. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði margt jákvætt hægt að taka úr leiknum en var óánægður með hvernig hans lið brást við þegar Víkingur missti mann af velli. Íslenski boltinn 12. maí 2024 22:01
„Förum glaðir úr Lautinni“ Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Fylki í Lautinni í kvöld. Leikurinn var undarlegur fyrir margar sakir þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn framan af leik en Blikar náðu þessum þremur mörkum. Fótbolti 12. maí 2024 21:53
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur R. - FH 2-0 | FH fatast flugið en Víkingur aftur á beinu brautinni Víkingur vann 2-0 gegn FH í toppslag Bestu deildar karla. Liðin voru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar fyrir leik en Víkingur vermir nú toppsætið þegar sex umferðir hafa verið spilaðar. Íslenski boltinn 12. maí 2024 21:00
Gregg: Algjörlega óásættanlegt HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. Fótbolti 12. maí 2024 20:00
Uppgjör: Fylkir - Breiðablik 0-3 | Öruggur sigur Blika á lánlausum Fylkismönnum Breiðablik gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem Fylkismenn tóku á móti þeim í Bestu deildinni. Fyrirfram hefði mátt búast við áhugaverðri viðureign þar sem bæði lið þurftu sigur eftir tap í síðustu umferð. Íslenski boltinn 12. maí 2024 18:30
Uppgjör: KR-HK 1-2 | Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. Íslenski boltinn 12. maí 2024 16:15
Meiðslavandræði Vestra virðast engan enda ætla að taka Nýliðar Vestra í Bestu deildinni hafa heldur betur fengið vænan skammt af meiðslavandræðum í upphafi frumraunar sinnar í Bestu deildinni. Félagið greindi frá því í morgun að miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi sé rifbeinsbrotinn og verður hann frá í tólf vikur. Íslenski boltinn 12. maí 2024 12:01