„Veit ekki af hverju Víkingar ættu að vera þjakaðir af einhverri pressu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 10:31 Gísli Gottskálk Þórðarson er að stimpla sig inn í lið Íslandsmeistaranna. Vísir/Diego Það er mikið álag á Víkingum þessa dagana og þá er gott að eiga marga öfluga leikmenn í leikmannahópnum. Hinn tvítugi Gísli Gottskálk Þórðarson sýndi í síðasta leik að hann er í þeim hópi. Strákarnir í Stúkunni voru sammála Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, að Gísli Gottskálk hafi verið maður leiksins í 5-1 sigri á HK í Bestu deildinni á dögunum. „Já ég klárlega sammála Arnari þarna. Mér finnst það svolítið liggja í því sem Arnar talar um. Hann er ekki þjakaður af pressu eða skortir sjálfstraust. Hann hafði mjög gaman að spila þarna,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég veit ekki af hverju Víkingar ættu að vera þjakaðir af einhverri pressu. Það skein af honum að hann hafði gaman af þessu,“ sagði Lárus Orri sem hrósaði líka Ara Sigurpálssyni fyrir frammistöðu sína. Allt í öllu á miðjunni Gísli Gottskálk fékk mikið hrós frá Lárusi. „Hann var allt í öllu hjá þeim á miðjunni. Var mjög klókur í sendingunum, alltaf að bjóða sig og vildi fá boltann alls staðar. Mjög gaman að fylgjast með honum,“ sagði Lárus. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, benti á þá staðreynd að þarna væri ungur strákur að búa sér til pláss inn í þessu Víkingsliði og spurði hvort að það væri ekki gæðastimpill. Hæfileikar og hugarfar Sérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason tók undir það. „Bæði hæfileikar á boltanum en svo líka hugarfarið. Þegar þú ert að spila með svona mörgum góðum leikmönnum þá eru körfur frá liðsfélögunum og ákveðinn standard sem þú þarft að mæta,“ sagði Albert. „Þú finnur það strax á æfingum því þú ert látinn heyra það ef þú ert ekki að standast væntingar,“ sagði Albert en það má sjá alla umræðuna um Gísla hér fyrir neðan. Klippa: „Ekki þjakaður af pressu eða skortir sjálfstraust“ Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Strákarnir í Stúkunni voru sammála Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, að Gísli Gottskálk hafi verið maður leiksins í 5-1 sigri á HK í Bestu deildinni á dögunum. „Já ég klárlega sammála Arnari þarna. Mér finnst það svolítið liggja í því sem Arnar talar um. Hann er ekki þjakaður af pressu eða skortir sjálfstraust. Hann hafði mjög gaman að spila þarna,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni. „Ég veit ekki af hverju Víkingar ættu að vera þjakaðir af einhverri pressu. Það skein af honum að hann hafði gaman af þessu,“ sagði Lárus Orri sem hrósaði líka Ara Sigurpálssyni fyrir frammistöðu sína. Allt í öllu á miðjunni Gísli Gottskálk fékk mikið hrós frá Lárusi. „Hann var allt í öllu hjá þeim á miðjunni. Var mjög klókur í sendingunum, alltaf að bjóða sig og vildi fá boltann alls staðar. Mjög gaman að fylgjast með honum,“ sagði Lárus. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, benti á þá staðreynd að þarna væri ungur strákur að búa sér til pláss inn í þessu Víkingsliði og spurði hvort að það væri ekki gæðastimpill. Hæfileikar og hugarfar Sérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason tók undir það. „Bæði hæfileikar á boltanum en svo líka hugarfarið. Þegar þú ert að spila með svona mörgum góðum leikmönnum þá eru körfur frá liðsfélögunum og ákveðinn standard sem þú þarft að mæta,“ sagði Albert. „Þú finnur það strax á æfingum því þú ert látinn heyra það ef þú ert ekki að standast væntingar,“ sagði Albert en það má sjá alla umræðuna um Gísla hér fyrir neðan. Klippa: „Ekki þjakaður af pressu eða skortir sjálfstraust“
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira