Fótbolti

Tarik genginn í raðir Víkings

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tarik Ibrahimagic er genginn í raðir Víkings.
Tarik Ibrahimagic er genginn í raðir Víkings. Víkingur

Danski miðjumaðurinn Tarik Ibrahimagic er genginn í raðir Íslandsmeistara Víkings frá nýliðum Vestra.

Vestramenn greindu frá því fyrr í dag að búið væri að virkja klásúlu í samningi Tariks og að hann væri því á leið frá félaginu. Nú greina Víkingar frá því að þeir hafi tryggt sér þjónustu miðjumannsins.

Fótbolti.net sagði einnig frá því í dag að Víkingur væri ekki eina liðið sem hefði virkjað klásúlu í samningi Tariks og að Víkingur og Valur hefðu bæði verið að berjast um þennan öfluga leikmann.

Tarik er 23 ára gamall danskur miðjumaður sem gekk í raðir Vestra síðasta sumar og hjálpaði liðinu að vinna sér inn sæti í Bestu-deildinni. 

Hann var algjör lykilmaður í liðinu og vildi Vestri ekki missa hann. Félagið gat þó ekkert gert þegar klásúlan var virkjuð. Hann var samningsbundinn Vestra út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×