Áhyggjufull vegna fíkniefnavandans og krefur ráðherra um svör Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Innlent 14. október 2019 15:10
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. Innlent 14. október 2019 12:17
Viðurkennir hægagang við framlagningu þingmála Aðeins ellefu af þeim 29 málum sem ríkisstjórnin hugðist samkvæmt þingmálaskrá leggja fram í september eru fram komin á Alþingi. Innlent 14. október 2019 06:00
Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Innlent 13. október 2019 12:54
„Sorglegt að þetta geti farið svona“ Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar munu í næstu viku koma fyrir atvinnuveganefnd Alþingis vegna ákvörðunar um að skera niður veiðiheimildir á sæbjúgu. Innlent 12. október 2019 10:00
Beint lýðræði er fyrir lýðinn Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Skoðun 11. október 2019 15:12
Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Innlent 10. október 2019 13:51
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. Viðskipti innlent 10. október 2019 10:45
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. Skoðun 10. október 2019 07:22
Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Innlent 9. október 2019 19:00
Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. Innlent 9. október 2019 16:30
„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Innlent 9. október 2019 15:55
Könnun MMR: Miðflokkurinn mælist næststærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur með 19,8 prósent fylgi, samanborið við 18,3 prósent fylgi í síðustu mælingu. Innlent 9. október 2019 14:09
Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Innlent 9. október 2019 12:36
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Innlent 9. október 2019 11:30
Bein útsending: Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2018 verður til umfjöllunar á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem hefst klukkan níu. Innlent 9. október 2019 08:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Innlent 9. október 2019 01:19
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Innlent 8. október 2019 20:30
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Innlent 8. október 2019 20:28
Hljóð og mynd fari ekki saman í málflutningi þeirra sem vilja auka gjöld í sjávarútvegi Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innlent 8. október 2019 18:45
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Innlent 8. október 2019 18:37
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. Innlent 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Innlent 8. október 2019 13:33
Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Innlent 8. október 2019 09:59
Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. Innlent 8. október 2019 08:00
Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Þingmaður segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Innlent 8. október 2019 07:45
Atvinnuveganefnd ræðir stöðu fiskvinnslunnar Samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis er efni fundarins samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Innlent 8. október 2019 07:00
Segir koma til greina að biðja um aðra EES-skýrslu Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir nýbirta skýrslu utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn ekki svara þeim spurningum sem hún hafi átt að svara og íhugar að óska eftir annarri skýrslu. Innlent 6. október 2019 21:00
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. Innlent 2. október 2019 19:07
Gisti- og fæðipeningar ríkisstarfsmanna lækka um helming Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Innlent 30. september 2019 16:41