Netflix kostar Eurovision Ríkisútvarpsins Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 14:20 Kostunarsamningurinn er uppá tæpar tíu milljónir en þessi bræðingur Netflix og Ríkisútvarpsins ohf. má heita athyglisverður. Hin risavaxna bandaríska streymisveita Netflix mun kosta Söngvakeppnina hjá Ríkisútvarpinu ohf. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða kostunarsamning sem slagar hátt í tíu milljónir. Eins og Vísir hefur greint frá eru áform uppi innan Netflix að koma sér betur fyrir á markaði hérlendis. Nú þegar eru umsvif fyrirtækisins veruleg en um níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 19 til 29 ára hafa aðgang að efnisveitunni. Netflix framleiðir vísindasöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks og þá framleiðir Netflix mynd Will Ferrells um Eurovison sem að hluta til var tekin upp á Húsavík. Ekki liggur fyrir hvort það verkefni hafi haft áhrif á að þessi kostunarsamningur var gerður. Vísir náði ekki í Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra á Ríkisútvarpinu til að spyrja hann nánar út í þennan athyglisverða bræðing. Því þetta samstarf Ríkisútvarpsins ofh. og Netflix er allrar athygli vert meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa verið að leita leiða til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Ein hugmynda sem fram hefur komið í þeim efnum er að ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. verði tekinn af auglýsingamarkaði. Rekstrarvanda fjölmiðla má meðal annars rekja til erfiðrar samkeppni við stórar alþjóðlegar efnisveitur og samfélagsmiðla svo sem Facebook, YouTube, Instagram, Twitter og svo sækir Netflix að áskriftarmiðlum svo sem Stöð 2 með framboði á efni og þá Ríkisútvarpinu einnig. Alþingi Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Hin risavaxna bandaríska streymisveita Netflix mun kosta Söngvakeppnina hjá Ríkisútvarpinu ohf. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða kostunarsamning sem slagar hátt í tíu milljónir. Eins og Vísir hefur greint frá eru áform uppi innan Netflix að koma sér betur fyrir á markaði hérlendis. Nú þegar eru umsvif fyrirtækisins veruleg en um níutíu prósent Íslendinga á aldrinum 19 til 29 ára hafa aðgang að efnisveitunni. Netflix framleiðir vísindasöguþáttaröð leikstjórans Baltasars Kormáks og þá framleiðir Netflix mynd Will Ferrells um Eurovison sem að hluta til var tekin upp á Húsavík. Ekki liggur fyrir hvort það verkefni hafi haft áhrif á að þessi kostunarsamningur var gerður. Vísir náði ekki í Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra á Ríkisútvarpinu til að spyrja hann nánar út í þennan athyglisverða bræðing. Því þetta samstarf Ríkisútvarpsins ofh. og Netflix er allrar athygli vert meðal annars í ljósi þess að stjórnvöld hafa verið að leita leiða til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Ein hugmynda sem fram hefur komið í þeim efnum er að ríkisfjölmiðillinn RÚV ohf. verði tekinn af auglýsingamarkaði. Rekstrarvanda fjölmiðla má meðal annars rekja til erfiðrar samkeppni við stórar alþjóðlegar efnisveitur og samfélagsmiðla svo sem Facebook, YouTube, Instagram, Twitter og svo sækir Netflix að áskriftarmiðlum svo sem Stöð 2 með framboði á efni og þá Ríkisútvarpinu einnig.
Alþingi Bíó og sjónvarp Eurovision Fjölmiðlar Netflix Tengdar fréttir Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44 Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45 Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Netflix hyggst koma sér betur fyrir á Íslandi MediaCom birtingarhús Netflix á Íslandi. 27. nóvember 2019 14:44
Baltasar fékk hugmyndina að Kötlu við fréttaáhorf í Bandaríkjunum Kaup Netflix á Kötlu er stærsta fjárfesting sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð. Um gífurlega innspýtingu er að ræða í iðnaðinn því tökulið og leikarar verða meira og minna Íslendingar. Um jarðbundinn vísindaskáldskap er að ræða þar sem söguhetjurnar þurfa að kljást við dularfulla hluti sem leysast úr læðingi við Kötlugos. 12. október 2019 19:45
Vonar að húsvískar stjörnur fái að láta ljós sitt skína á hvíta tjaldinu Það stendur mikið til á Húsavík þessa dagana en um tvö hundruð og fimmtíu manns, sem með einum og öðrum hætti koma að gerð kvikmyndarinnar, halda nú til Húsavíkur og þá má sjá leikara á heimsmælikvarða, á borð við sjálfan Will Ferrell og Pierce Brosnan, á rölti í bænum. 11. október 2019 13:08
Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57