Telur til greina koma að endurskoða laun allra æðstu embættismanna Forsætisráðherra segir launahækkun þingmanna og ráðherra hafa verið frestað í júní í fyrra til síðustu áramóta vegna nýgerðra kjarasamninga. Þá hafi verið ákveðið að fresta annarri hækkun sem taka átti gildi hinn 1. júní næstkomandi. Innlent 5. maí 2020 11:19
Þríeykið skoðaði aðstæður á Alþingi Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Innlent 4. maí 2020 15:55
Þórunn full tilhlökkunar að snúa aftur á þing eftir veikindaleyfi Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, snýr aftur á þing í dag eftir að hafa verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna þriðja stigs brjóstakrabbameins sem hún greindist með í fyrra. Innlent 4. maí 2020 13:04
Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Innlent 3. maí 2020 18:52
„Þetta verður djúp dýfa og líklega sú mesta í lýðveldissögunni“ Forsætisráðherra segir viðbúið að fjöldi fólks skipti um starfsvettvang á næstu misserum. Mikilvægt sé að auka fjölbreytni á íslenskum vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins sjá fram á mestu efnahagsdýfu í lýðveldissögunni. Viðskipti innlent 3. maí 2020 18:35
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. Innlent 3. maí 2020 14:06
Stærsti hluti rekstrartaps vegna rýrnunar á viðskiptavild Rekstrartap Icelandair á fyrsta ársfjórðungi nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna. Stærsti hluti tapisins er niðurfærsla viðskiptavildar. Gert er ráð fyrir að lausafjárstaða fari undir lágmark á næstu vikum. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri félagsins fyrir 1. ársfjórðung sem birtist í gær Viðskipti innlent 2. maí 2020 13:55
Mjög bjartsýnn á að það takist að safna þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta. Innlent 1. maí 2020 18:39
Afturvirk launahækkun þingmanna og ráðherra kemur til framkvæmda á verkalýðsdaginn Frumvarp Pírata um að þingmenn og ráðherrar fái engar launahækkanir út kjörtímabilið hefur ekki verið afgreitt úr nefnd og því ljóst að það verður ekki afgreitt fyrir mánaðamót. Innlent 30. apríl 2020 21:42
Segja augljóst að ríkið þurfi að aðstoða Icelandair Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kveðst ekki hrifin af þeirri hugmynd að ríkið eignist hlut í Icelandair. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur að ríkið þurfi að stíga inn í með meira afgerandi hætti en stjórnvöld gáfu til kynna í dag. Innlent 30. apríl 2020 20:57
Ók bílstjóranum í tilefni starfsloka: „Vonandi fæ ég áfram boð í lifrarpylsu til hans“ Bílstjóri Utanríkisráðherra, Björn Kjartansson, hefur látið af störfum eftir langan tíma í starfinu. Lífið 30. apríl 2020 20:37
Útilokar enga möguleika um hvort ríkið eignist hlut í Icelandair Ef Icelandair tekst að safna því hlutafé sem félagið stefnir að þá eru stjórnvöld tilbúin að koma til aðstoðar með aðkomu að lánalínum með ríkisábyrgð. Viðskipti innlent 30. apríl 2020 19:39
Lausnir jafnaðarmanna Við lifum ótrúlega tíma. Á nokkrum vikum hefur tilveran umturnast og við vitum ekki hvað bíður okkar – aðeins það að lífið verður ekki alveg eins og það var í febrúar. Skoðun 30. apríl 2020 16:30
Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Innlent 30. apríl 2020 15:42
Samfylkingin vill styðja Icelandair með hlutabréfakaupum Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld fari sömu leið og önnur ríki sem eignast hafi hlut í flugfélögumá móti stuðningi sínum við þau. Fjármálaráðherra segir það eiga að vera síðasta úrræðið. Innlent 30. apríl 2020 12:41
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. Viðskipti innlent 29. apríl 2020 13:01
Verkefnin of stór til að krefja ríkisstjórnina um samráð „Þetta er ákveðinn sorgardagur þegar svona stórum hópi fólks er sagt upp og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi eins og það er í dag,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Innlent 28. apríl 2020 22:02
Styrkurinn kemur ekki í stað fjölmiðlafrumvarpsins 350 milljóna króna stuðningur við einkarekna fjölmiðla sem tilkynntur var í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur ekki í stað þeirrar upphæðar sem kveðið er á um í fjölmiðlafrumvarpinu. Innlent 24. apríl 2020 23:24
Leggja fram frumvarp um að fella niður launahækkanir ráðamanna Þingflokkar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa, ásamt Andrési Inga Jónssyni, lagt fram frumvarp um að fella niður launahækkun þingmanna og ráðherra frá 1. janúar 2020. Innlent 22. apríl 2020 20:00
„Algjörlega sammála að mikilvægt sé að verja heimilin með sama hætti og fyrirtækin“ Það kom mörgum á óvart að hvergi var minnst á aðgerðir fyrir heimilin í aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var í gær þrátt fyrir fyrirheit um það vikurnar á undan. Innlent 22. apríl 2020 18:45
Fimm frumvörp og upplýsingaóreiða Fjögur frumvörp um aðgerðir vegna kórónuveirunnaFrestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæðir sem kosta munu ríkissjóð 60 milljarða og fjáraukalagafrumvarp til að tryggja þau úrgjöld verða rædd á Alþingi í allan dag. Innlent 22. apríl 2020 13:07
Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Innlent 21. apríl 2020 23:00
„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Innlent 21. apríl 2020 20:31
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. Innlent 21. apríl 2020 19:56
ASÍ segir aðgerðirnar eiga að snúast um fólk, ekki fjármagn Alþýðusamband Íslands lýsir yfir vonbrigðum með nýjar tillögur stjórnvalda um efnahagsaðgerðir vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Sambandið segir þær ekki í takt við áherslur þess um að aðgerðirnar eigi að tryggja afkomuöryggi allra og vera í þágu fólks, ekki fjármagns. Innlent 21. apríl 2020 18:10
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Innlent 21. apríl 2020 16:47
Umræða um launahækkun íslenskra ráðamanna: „Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum“ Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. Innlent 20. apríl 2020 20:00
Ríkisstjórnin heldur spilum þétt að sér varðandi aðgerðarpakka tvö Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins verður kynntur síðdegis á morgun. Um er að ræða blöndu af úrræðum fyrir atvinnulífið og heimilin. Aðgerðirnar voru ræddar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi en lítið var um svör frá fjármálaráðherra varðandi útfærslur. Innlent 20. apríl 2020 19:30
Lágmarka áhrifin með auknum heimildum til rafrænnar stjórnsýslu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við vandamálum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 20. apríl 2020 12:30
Metfjöldi í umsóknum í Hönnunarsjóð í ár og kraumandi sköpunarkraftur Óskað var eftir styrkjum fyrir 237 milljónir úr Hönnunarsjóð í ár en sjóðurinn mun veita 20 milljónir. Lífið 20. apríl 2020 09:30