„Áhugavert að hér komi í fyrsta sinn í kvöld fram hugtakið fátækt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. október 2020 21:13 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greip orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í ræðu hans í eldhúsdagsumræðum um aukna atvinnu á lofti, í andsvari hennar við stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hún að halda mætti, þegar talað væri um að gera meira en minna, að talað væri um þjóðina í heild. „Þegar verið er að tala um að gera meira en minna þá hefði mátt ætla það að verið hafi verið að tala um þjóðina í heild. Ekki að kljúfa hana í gegn þannig að hagsmunagæslan væri bara fyrir þá sem eiga, en ekki fyrir þá sem þurfa líka á hjálp að halda,“ sagði Inga, eftir að hún vísaði í ræðu Sigurðar Inga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við sjáum lengri raðir fyrir framan hjálparstofnanir þar sem fólk er að biðja um mat. Þar sem svangir eru að biðja um mat og þá kallar formaður Framsóknarflokksins: „vinna, vinna, vinna. Atvinna, atvinna, atvinna.“ Frábært. Það er alveg rétt.“ „Hvað þýðir það að gera meira en minna?“ bætti Inga við. „Það þýðir að hjálpa öllum. Ekki bara sumum.“ Hún gagnrýndi jafnframt kollega sína sem á undan henni höfðu stigið upp í ræðustól og vakti athygli á því að í fyrsta skiptið í kvöld væri fátækt nefnd á Alþingi. „Staðreyndin er sú að hér erum við að horfa upp á gjánna verða æ dýpri og æ gleiðari á milli ríkra og fátækra. Í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna þá hefur fátæktin vaxið í takt við áfallið sem við erum að verða fyrir af völdum þessarar veiru.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 21:08 „Við erum alls ekki öll á sama báti“ Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:47 „Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, greip orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í ræðu hans í eldhúsdagsumræðum um aukna atvinnu á lofti, í andsvari hennar við stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði hún að halda mætti, þegar talað væri um að gera meira en minna, að talað væri um þjóðina í heild. „Þegar verið er að tala um að gera meira en minna þá hefði mátt ætla það að verið hafi verið að tala um þjóðina í heild. Ekki að kljúfa hana í gegn þannig að hagsmunagæslan væri bara fyrir þá sem eiga, en ekki fyrir þá sem þurfa líka á hjálp að halda,“ sagði Inga, eftir að hún vísaði í ræðu Sigurðar Inga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Við sjáum lengri raðir fyrir framan hjálparstofnanir þar sem fólk er að biðja um mat. Þar sem svangir eru að biðja um mat og þá kallar formaður Framsóknarflokksins: „vinna, vinna, vinna. Atvinna, atvinna, atvinna.“ Frábært. Það er alveg rétt.“ „Hvað þýðir það að gera meira en minna?“ bætti Inga við. „Það þýðir að hjálpa öllum. Ekki bara sumum.“ Hún gagnrýndi jafnframt kollega sína sem á undan henni höfðu stigið upp í ræðustól og vakti athygli á því að í fyrsta skiptið í kvöld væri fátækt nefnd á Alþingi. „Staðreyndin er sú að hér erum við að horfa upp á gjánna verða æ dýpri og æ gleiðari á milli ríkra og fátækra. Í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Vinstri grænna þá hefur fátæktin vaxið í takt við áfallið sem við erum að verða fyrir af völdum þessarar veiru.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 21:08 „Við erum alls ekki öll á sama báti“ Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:47 „Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:40 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Halli ríkissjóðs ekki tapað fé að mati Bjarna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um það sem hann vildi gjarnan fá að sjá aftur eftir að búið er að vinna bug á kórónuveirunni, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 21:08
„Við erum alls ekki öll á sama báti“ Málefni innflytjenda og þeirra sem minna mega sín voru í forgrunni í ræðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns utan flokka, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:47
„Áttum að heyra stefnuræðu en í staðin fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gagnrýnin á ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. 1. október 2020 20:40