Vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 17:09 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það bæði vera samfélagslega rétt og hagkvæmt að ríkið taki þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu. Það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“ Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir það mikil vonbrigði enda samþykkti yfirgæfandi meirihluti Alþingis í vor að fella þjónustuna undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. „Þetta er náttúrulega mikið framfaraskref í heilbrigðisþjónustu, að þarna sé andlegt heilbrigði metið til janfs við aðra þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það var mikið fagnað þegar þetta var samþykkt í vor og það lá mikil barátta margra að baki. Þess meiri eru vonbrigðin núna að sjá og heyra í samtölum við starfandi heilbrigðisráðherra að það er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa heilbrigðisþjónustu í fjármálaáætlun ríkisstjórarninnar til næstu ára,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu. Hanna Katrín spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, út í málið í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í dag. Vísaði Guðmundur til þess að ekki væri langt síðan frumvarpið var samþykkt og að skoða þyrfti hvort hægt væri að tryggja þessu fjármagn þegar horft væri til lengri framtíðar, eða í næstu áætlun. Málið væri í vinnslu innan heilbrigðisráðuneytisins. Hanna Katrín segir að miðað við fjölda þeirra sem nýti sér sálfræðiþjónustu eða þurfi á henni að halda gæti kostnaðurinn numið um einum milljarði króna á ársgrundvelli. Kostnaðurinn geti þó tekið breytingum. „Heilbrigðisráðherra hefur heilmikil völd samkvæmt frumvarpinu til að þrengja eða útvíkka hópinn eftir því sem hann telur best og til þess hefur hann öll fyrirliggjandi gögn.“ Í greinargerð frumvarpsins sem var samþykkt í vor er vísað til talna frá Hagstofu Íslands sem gefa til kynna að um þriðjungur fólks telji sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu. „Þetta eru forvirkar aðgerðir og við vitum út frá biturri reynslu frá síðustu kreppu að neikvæð áhrif koma fram í geðheilbrigði og þau koma fram eftir á. Þannig að matið okkar og þeirra fjölmörgu sem standa á bak við þetta frumvarp er að þetta er bæði samfélagslega rétt og samfélagslega hagkvæmt. Þannig ég vona að þessu verði snúið við í meðferð þingsins,“ segir Hanna Katrín. Þetta eigi ekki að vera á meðal mála sem þurfi að setja á bið vegna efnahagsþrenginga. „Ég trúi því að þingheimur muni fylkja sér á bak við heilbrigðisráðherra til að fá samþykktar breytingartillögur til að finna þetta fjármagn, eða ef svo ber undir að hliðra eitthvað til svo þetta verði að veruleika.“
Alþingi Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira